is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20395

Titill: 
  • Brotinn spegill leikhússins. Greining á leiksýningunni „Spegilbroti“ út frá kenningum Hans-Thies Lehmanns um hið póstdramatíska leikhús
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leiksýningin Spegilbrot greind út frá kenningum þýska leikhúsfræðingsins Hans-Thies Lehmanns um póstdramatískt leikhús.
    Lehmann kannaði formbreytingar á leiksýningum, frá lokum sjöunda áratugar síðustu aldar, og kom fram með hugtakið póstdramatískt leikhús. Það er yfirheiti yfir fjölbreytt form leiksýninga sem eiga það sammerkt að sviðsettur texti hefur jafn mikið vægi og aðrir þættir á borð við hreyfingar, tónlist, búninga, sviðsmynd og ljós. Í því leikhúsi er ekki leitast eftir samfellu heldur er ósamræmi milli þátta leyfilegt.
    Sýningin Spegilbrot eftir sviðslistahópinn Spegilbrot var frumsýnd um miðjan apríl 2014 í Tjarnarbíói. Hún var byggð upp sem göngutúr um króka og kima leikhússins. Í hverju rými var ný saga sögð með leik- eða listflutningi. Allar senur verksins, sem voru afar margbreytilegar, fjölluðu um sjálfið og spegla. Hugmynd og listræn rannsókn lá til grundvallar sýningunni í stað fyrirfram skrifaðs handrits.
    Við greiningu er lögð áhersla á að draga upp skýra mynd af kenningum Lehmanns og hvort, og þá hvernig, sýningin Spegilbrot falli að þeim. Þungamiðja greiningar eru hlutverk leikara og áhorfanda, samspil ólíkra listforma og hvarf undan línulegri frásögn hefðbundins leikhúss. Þróun á landslagi leikhússins, hérlendis sem og á alþjóðavísu, er tekin til skoðunar og hugtakið sýning er krufið til mergjar. Það er í takt við rannsókn Lehmanns en hann beinir sjónum markvisst að leiklist sem sýningu, til að benda á að leiklist og leikritun hafi fjarlægst frá hvoru öðru.
    Uppbygging sýningarinnar er skoðuð út frá atburðakeðju dramatískrar hefðar, sem byggir á reglum Aristótelesar um skáldskaparlistina, og frásögn hins póstdramatíska leikhúss. Sviðsflutningur er greindur út frá kenningum Michaels Kirby um leik og „ekki leik” og litið er til áhrifa uppátækja og framúrstefnulistar. Sjónum er beint að verkum lista- og fræðimanna til að varpa ljósi á Spegilbrot og póstdramatískt leikhús, og styðja við greininguna.

Samþykkt: 
  • 20.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
postdramatisktleikhus.pdf4.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna