is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2046

Titill: 
  • Er búsetuþjónustan að missa af lestinni? : hvað er til ráða í samkeppninni um þroskaþjálfana?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að skoða hvort nýútskrifaðir þroskaþjálfar starfi í búsetuþjónustu fólks með þroskahömlun? Ef ekki, hverjar eru þá ástæðurnar fyrir því og hvað er til ráða til að gera störf á sambýlum og á öðrum stöðum, þar sem fatlað fólk býr, aðlaðandi fyrir nýútskrifaða þroskaþjálfa. Við rannsóknina var beitt blandaðri tækni sem byggðist á tvenns konar könnunum sem að lagðar voru fyrir þátttakendur í gegnum síma og í kennslustund í Kennaraháskóla Íslands. Einnig voru tekin hálfopin viðtöl við 3 þroskaþjálfa og úrvinnsla þeirra unnin í samræmi við úrvinnslu eigindlegra rannsókna. Þátttakendur voru 60 þroskaþjálfar sem höfðu útskrifast á árunum 2005-2007 og 28 þroskaþjálfanemar sem stefndu að útskrift vorið 2008. Gagnaöflunin fór fram í mars og apríl 2008.
    Það kom í ljós að 27% eða 17 þroskaþjálfanna störfuðu við búsetuþjónustu, þar af 15 í stjórnunarstöðum. Af 28 þroskaþjálfanemunum voru einungis 2 ákveðnir í að starfa við búsetuþjónustu fullorðinna eftir útskrift, sem hlýtur að teljast umhugsunarefni.
    Helstu atriði sem þátttakendur töldu að þyrfti að skoða varðandi búsetuþjónustuna voru: Koma á sveigjanlegri vinnutíma og að laun þurfi að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Það þarf að fjölga fagfólki á starfseiningunum og skoða hvað er fólgið í starfsskyldunum. Það þarf að vinna með viðhorf gagnvart starfinu, auka kynningu á því og huga að stöðu búsetuþjónustunnar í náminu.

Athugasemdir: 
  • Þroskaþjálfafræði
Samþykkt: 
  • 16.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Hlin_lokaverkefni.pdf604.21 kBLokaðurHeildartextiPDF