is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20472

Titill: 
  • Starfsánægja á einkareknum leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Starfsánægja er viðfangsefni þessa verkefnis. Starfsánægjumælingar njóta aukinna vinsælda og gefa þær mynd af viðhorfi starfsmanna til starfs síns og vinnustaðar. Ýmsir þættir hafa þar áhrif og til að kanna hverjir þeir eru, var sett fram rannsóknarspurningin:
    Hvaða þættir hafa áhrif á starfsánægju eða starfsóánægju?
    Í upphafi verkefnisins er fræðileg umfjöllun um mannauðsstjórnun, starfsánægju og starfsmannastefnur.
    Unnin var megindleg rannsókn með því að lögð var spurningakönnun fyrir starfsmenn tveggja leikskóla Hjallastefnunnar ehf. annars vegar og Skóla ehf. hins vegar.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar benda til þess að þættirnir stjórnun, viðurkenning, starfsandi, starfið sjálft og stolt af vinnustaðnum hafi hvað mest áhrif þegar kemur að starfsánægju innan rannsakaðra leikskóla. Þá virðist það ekki hafa áhrif á ánægju starfsmanna hvort skrifuð starfsmannastefna er til eða ekki og vísbendingar eru um að starfsánægja sé mest hjá þeim sem starfað hafa í sex til tíu ár en minnst hjá þeim sem starfað hafa lengur en tuttugu ár. Langflestir starfsmenn velja sér starfið af hugsjón og áhuga og þegar á heildina er litið virðist vera mikil ánægja í starfi leikskólastarfsmanna.

Samþykkt: 
  • 3.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja á einkareknum leikskólum.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna