is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20504

Titill: 
  • „Yfir hrundi askan dimm...“ Sýning um öskufallið 1875
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér er um að ræða skýrslu um 30 eininga meistaraverkefni í hagnýtri þjóðfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið var tvíþætt, annars vegar rannsókn á upplifun fólks af öskufallinu sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju 1875 og hins vegar sýning þar sem efninu sem safnað var í rannsókninni var miðlað til almennings. Rannsóknin snérist um að afla sem víðtækastra heimilda um öskufallið með áherslu á heimildir sem lýstu persónulegri reynslu fólks sem upplifði öskufallið, svo sem dagbækur, bréf, endurminningar og aðrar lýsingar. Úr þessu efni var búin til sýning þar sem þess var freistað að draga upp heildstæða mynd af atburðunum þar sem persónulegar upplifanir voru hafðar í forgrunni. Tvær sýningar voru settar upp um efnið, annars vegar á Vopnafirði í júlí 2014 og hins vegar á Egilsstöðum í nóvember sama ár. Í skýrslunni er fjallað um allar hliðar verkefnisins, allt frá hugmynd að opnun sýningar. Í upphafi er fjallað um ýmsar fræðilegar kenningar sem tengjast umfjöllunarefninu og rannsókninni. Fjallað er um tengsl þess við þjóðfræðina, hugtakið hópur tekið sérstaklega fyrir svo og kenningar um minni og fjallað um áhrif sameiginlegrar sögu á sjálfsmynd hópa. Þá er fjallað sérstaklega um söfn og sýningar og nokkrar leiðir til að miðla efni á áhrifaríkan hátt til sýningargesta. Farið er yfir rannsóknina og heimildaöflunina sem lá að baki sýningunni og að síðustu fjallað ítarlega um hönnun, framkvæmd og uppsetningu sýninganna á Vopnafirði og Egilsstöðum.

Styrktaraðili: 
  • Menningarráð Austurlands, Landsvirkjun og Fljótsdalshérað.
Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir með prentaða eintakinu sem er varðveitt í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 5.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfir hrundi askan dimm_Sýning um öskufallið 1875.pdf18.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna