is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20584

Titill: 
  • Augasteinn vorsins: Þroskun og spírun lambagrass (Silene acaulis L) við tvennar ólíkar umhverfisaðstæður á Íslandi
  • Titill er á ensku The Emblem of Spring: Developmental and germination processes in Silene acaulis L, originating from two different environmental conditions in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samband lofthita og umhverfis á þroskun og spírun lambagrasfræja. Lofthiti á jörðinni er að hækka vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa og áhrif á lífverur um allan heim eru orðin greinanleg. Áhrif hitastigs á hina ýmsu viðkvæmu þroskunarferla í lambagrasi (Silene acaulis L) hafa verið skoðuð og þá sérstaklega í sambandi við loftslagsbreytingar og hlýnandi loftslag. Lambagras (Silene acaulis L) hentar því vel til rannsókna er varða þroskunarferla því allir ferlar hjá því taka stuttan tíma, meðal annars spírun. Verkefnið er hluti af stærra rannsóknarverkefni SÓLEY sem hófst árið 2008. Gagnasöfnun fór þannig fram að lambagrasfræ upprunnin frá tveimur mismunandi rannsóknarsvæðum á Íslandi voru talin og flokkuð og voru fullþroska heilbrigð fræ síðan spírunarprófuð. Niðurstöður gáfu til kynna að marktækur munur sé á milli fjölda fullþroska fræja með tilliti til staðsetningar rannsóknarsvæðanna tveggja. Spírunarprósenta hækkar við aukinn lofthita og marktækur munur er á milli rannsóknarsvæðanna tveggja. Hægt er að segja með vísu að veðurfar sé greinilega að hafa áhrif á þroskun og spírunareiginleika lambagrasfræja á Íslandi. Líklega er þó frekari rannsókna á spírunareiginleikum þörf með þá mun stærra úrtaki.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to measure how temperature and environment affects the seeds of Silene acaulis L. Climate change is occuring all over the world and is affecting all living organisms. Warmer climate is predicted to have major affects on developmental processes in all kinds of plants including the Icelandic widespread plant Silene acaulis L. This thesis is a part of a bigger project SÓLEY which started in 2008. Seeds of Silene acaulis L originating from two different ares of Iceland where sorted and counted, germination was then tested with healthy seeds. The conclusion was that Silene acaulis L is being affected by temperature and environmental effects and that there is a significant difference between the two areas. Further studies with possibly larger sample will be needed but it is obvious that warmer climate in the next decades will probibly have great affects on these plants.

Samþykkt: 
  • 12.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðdís Snorradóttir B.S.pdf524.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna