is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20586

Titill: 
  • Matarfíkn sem hegðunarfíkn og hugsanlegur áhrifavaldur offitu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Offita er sívaxandi vandamál í heiminum í dag. Vegna þessa vandamáls hafa ýmsar tilgátur vaknað um orsakir offitu og þar á meðal hvort matarfíkn gæti verið einn áhrifaþáttur hennar. Í greiningarkerfinu DSM-V er spilafíkn eina skilgreinda hegðunarfíknin þrátt fyrir að það mætti hugsanlega fella fleiri hegðunarfíknir eins og matarfíkn, kynlífsfíkn og tölvuleikjafíkn þar inn. Hegðunartengdar og lífeðlisfræðilegar rannsóknir á matarfíkn renna stoðum undir að matarfíkn sé raunverulegt vandamál sem eigi margt sameiginlegt með vímuefnafíkn. Matarfíkn gæti því verið einn áhrifaþáttur síaukinnar offitu í heiminum. Ef svo er raunin er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst og bæta meðferðaúrræði sem og finna nýjar meðferðir sem gagnast matarfíklum. Rannsóknir á matarfíkn eru þó takmarkaðar og fleiri rannsókna á þessu sviði þörf.

Samþykkt: 
  • 12.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-lokaskil.pdf439.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna