is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20604

Titill: 
  • Habitus leikarans : Pierre Bourdieu vs. Mike Leigh
  • Titill er á ensku Habitus of the Actor : Pierre Bourdieu vs. Mike Leigh
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hvort og að hvaða leyti persónusköpunarferli leikara geti haft áhrif á habitus þeirra. Rýnt verður í sköpunarferli leikara með mann- og félagsfræðilegum augum þar sem stuðst verður við kenningar úr smiðju franska félagsvísindamannsins Pierre Bourdieu um habitus og tengd hugtök. Til að afmarka þýði rannsóknarinnar var einblínt á þá leikara sem hafa unnið eftir nálgunum breska kvikmyndaleikstjórans Mike Leigh í persónusköpun. Sú aðferðafræði hentar rannsókninni einnig vel þar sem leikarar fara í ítarlegt rannsóknarferli í persónusköpun sinni ásamt því að aðferðin kallast á við rannsóknir á habitus. Rannsóknin er eigindleg og voru hálfopin-djúpviðtöl tekin við leikara og leikstjóra sem unnið hafa eftir nálgunum Mike Leigh í persónusköpun. Megin þema viðtalanna var tvískipt. Annars vegar voru viðmælendur spurðir um uppvaxtarárin, fjölskyldubönd og félagsleg tengsl til að draga upp mynd af habitus þeirra og hins vegar um persónulega reynslu þeirra af persónusköpunarferli. Þemagreining var notuð við úrvinnslu á viðtölunum þar sem niðurstöðurnar voru flokkaðar í sömu þemu og notast var við í viðtalsrammanum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að sköpunarferli leikara hafi merkjanleg áhrif á þá sem hefur svo mótandi áhrif á habitus þeirra.
    Viðfangsefnið, habitus leikara er óplægður akur og telur rannsakandi að möguleikarnir á viðameiri rannsóknum séu miklir og afar spennandi. Niðurstöður viðamikillar rannsóknar á habitus leikara gætu bæði nýst á hagnýtan og faglegan hátt, bæði á sviði félags- og hugvísinda.
    Lykilorð: Habitus, leikari, Pierre Bourdieu, persónusköpunarferli, svið, auðmagn, Mike Leigh, leikpersónur, tálsýn.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to examine whether and to what extent the actor´s characterization process can affect their habitus. The characterization process of the actor is examined through the eyes of sociology, with the main emphasis on Pierre Bourdieu´s doctrinal of habitus and related concepts. To define the population of the study the main focus group was actors who have worked with characterization methods inspired by the methods the British film director Mike Leigh is known for. That particular methodology suits the study well because the actors undertake an in-depth research process in their characterization furthermore, the method is consistent with habitus studies. This study is qualitative and were semi-structured interviews taken with actors and directors that have worked with characterization methods inspired by the methods Mike Leigh identified with. The main theme of the interviews was twofold. On the one hand, the interviewees were asked about their years growing up, family and social ties to get a feel of their habitus and on the other hand their personal experience of the characterization process. Theme analysis was used to process the interviews where the results were categorized by the same themes used in the framework of the interviews. The findings of this study indicates that the actor´s characterization process has significant effect on them which results in formative influence on their habitus.
    The actor´s habitus as a subject matter can be described as untilled field and the author believes that the possibility of more extensive studies are great and very exciting. The results of a comprehensive study of actor´s habitus could be applied in a practical and professional settings, both in the field of social sciences and humanities.
    Keywords: habitus, actor, Pierre Bourdieu, characterization process, field, capital, Mike Leigh, characters, illusio.

Samþykkt: 
  • 18.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DavidFreyrThorunnarson_MA_Lokaverk..pdf921.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.