is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20605

Titill: 
  • Er hægt að stýra skapandi ferli? : listin að stýra þar sem sköpun og iðnaður mætast. Um verkefnastjórnun við framleiðslu hreyfimyndarinnar Hetjur Valhallar – Þór
  • Titill er á ensku Is it Possible to Manage Creative Process? The Art of Project Management Where Creativity and Industry Cross. A Case Study of PM During the Production of the Animated Feature Legends of Valhalla - Thor
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í tilviksrannsókn þessari er spurt hvort hægt sé að stýra skapandi ferli? Könnuð voru áhrif formlegrar verkefnastjórnunar á skapandi ferli og hvernig þessi ólíku hugtök vinna saman. Viðfangsefni tilviksrannsóknarinnar var framleiðsla hreyfimyndarinnar Hetjur Valhallar – Þór sem frumsýnd var árið 2011. Myndin var fyrsta íslenska hreyfimyndin í fullri lengd. Tekin voru fimm eigindleg viðtöl við starfsmenn framleiðslunnar árið 2014 og stuðst var við verklokaskýrslu sem unnin var um framleiðsluferlið. Viðfangsefni rannsóknarinnar stendur höfundi óvenju nærri þar sem hann var framleiðslustjóri myndarinnar og stýrði verkefnastjórnun í henni. Í rannsókninni er jafnframt tekið mið af reynslu höfundar, þótt viðtölin og verklokaskýrslan leiði rannsóknina.
    Framleiðsla hreyfimyndarinnar Hetjur Valhallar –Þór var eins og aðrar slíkar myndir mannaflsfrek, seinleg og dýr. Halda varð vel utan um afköst og ýta ferlinu áfram, um leið og veita þurfti skapandi fólki svigrúm til þess að skapa. Verkefnastjórnunin var því línudans á milli þess að stýra og sleppa. Flestir voru að taka þátt í framleiðslu hreyfimyndar í fullri lengd í fyrsta skipti og einkenndi það ferlið að allir voru að læra af því. Framleiðendur myndarinnar unnu markvisst að því að upplýsa starfsfólk um gang mála og hvetja það til þess að taka virkan þátt og bæta sig. Fyrir vikið upplifði starfsfólkið framleiðsluna sem suðupott, fannst það vera hluti af einhverju einstöku og vildi gera vel. Í skapandi ferli er oft mikil togstreita á milli gæða og tíma. Ekki er hægt að veita ótakmarkaðan tíma til þess að vinna verkefni og gerðar eru ákveðnar gæðakröfur. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman og getur valdið núningi. Pressan getur verið á milli starfsfólks, en hún kemur einnig oft innan frá. Í framleiðslunni kom fljótt í ljós að hefðbundnar verkefnastjórnunarleiðir voru ekki alltaf bestar heldur varð að einstaklingsmiða áætlanir að hverjum og einum til þess að ná fram sem mestum afköstum. Því varð hyggjuvitið oft handægt tól til þess að lesa í aðstæður. Viðmælendur rannsóknarinnar töldu að aðhaldið sem verkefnastjórnun veitir sé nauðsynlegt fyrir skapandi ferli og geri það hnitmiðaðra og árangursríkara. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að verkefnastjórnun er nauðsynlegur hluti skapandi ferlis við framleiðslu hreyfimyndar á borð við Hetjur Valhallar – Þór.

Samþykkt: 
  • 18.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karolina_Stefansdottir_MA.pdf3.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna