is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20657

Titill: 
  • Margur er knár, þótt hann sé smár. Þróun stærðfræðihugmynda barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á fræðilegri heimildavinnu þar sem leitast er við að afla upplýsinga um hvernig hugsun barna um stærðfræði þróast og hvernig kennarar geta stutt við stærðfræðinám nemenda sinna. Markmið verkefnisins er að fjalla um helstu kenningar sem settar hafa verið fram um stærðfræðinám og kennslu barna. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvernig skilningur barna á stærðfræðihugtökum þróast á fyrstu árum grunnskólans og hvaða áhrif námsumhverfi og kennsla hefur á stærðfræðinám þeirra.
    Við vinnslu verkefnsins voru skoðaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið á stærðfræðinámi og -kennslu undanfarna áratugi og í ritgerðinni er gerð grein fyrir nokkrum þeirra. Fjallað er um kenningar um nám barna og hvernig skilningur þeirra á þeim þáttum stærðfræði sem fengist er við í fyrstu bekkjum grunnskóla þróast. Þá er rætt um hlutverk kennarans og niðurstöður dregnar saman.
    Helstu niðurstöður eru að börn taka þátt í alls konar daglegri starfsemi sem felur í sér stærðfræði og öðlast þannig óformlega stærðfræðiþekkingu. Nýlegar rannsóknir á talnaskilningi barna hafa til dæmis leitt í ljós að nokkurra daga gömul börn eru næm fyrir fjölda og talnaskilningur virðist því byrja að þróast mun fyrr en áður var talið. Kennarinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna við að skapa aðstæður í kennslustofunni sem hvetja til stærðfræðináms og styðja nemendur svo að þeir geti þróað óformlega þekkingu sína yfir í meðvitaða, formlega þekkingu.
    Verkefninu er ætlað að auka skilning á hugmyndum barna um stærðfræði og hvernig skilningur þeirra þróast. Niðurstöðurnar ættu að geta nýst kennurum á yngsta stigi grunnskóla og hjálpað þeim að skilja hvernig þeir geta aðstoðað nemendur sína við stærðfræðinám þannig að það nýtist þeim sem best í framtíðinni. Með aukinni þekkingu á því hvernig nemendur þróa færni sína í stærðfræði getum við um leið áttað okkur á hvaða kennsluaðferðir eru gagnlegar svo kennari geti veitt nemendum sínum þá aðstoð sem er nauðsynleg til þroska og lærdóms hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 4.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Erla Magnúsdóttir.pdf713.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna