is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20663

Titill: 
  • Læsi og leikur : hvernig er hægt að haga læsisnámi í leikskóla með leikinn að leiðarljósi?
  • Titill er á ensku Literacy and play: How can we teach foundations of literacy through play?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða læsi og leik í leikskóla og hvernig hægt er að haga læsisnámi í leikskóla með leikinn að leiðarljósi. Verkefnið skiptist í tvo hluta, fræðilega ritgerð og hugmyndabanka. Í fræðilegri ritgerð er fjallað um undirstöðuþætti læsisnáms, það er málþroska, málörvun og bernskulæsi ásamt einfalda lestrarlíkaninu. Fjallað er um námsleið barna, leikinn þegar kemur að námi og kennslu í leikskóla ásamt öðrum kenningum um nám. Rýnt er í íslenskar rannsóknir um starfshætti leik- og grunnskóla hérlendis ásamt því að stiklað er á stóru hvað varðar starfshætti í nágrannalöndum. Í seinni hluta verkefnisins er hugmyndabanki þar sem hugmyndum hefur verið safnað saman um læsi í leikskóla í leik og starfi og þær tengdar við frjálsan leik og skipulagðar stundir með börnum. Þar er gert grein fyrir hlutverki kennarans og námsumhverfisins í læsisnámi barna. Einnig er þar að finna hugmynd að mati þar sem námsmat er órjúfanlegur þáttur frá námi og gott að hafa hugmyndir um slíkt.
    Læsisnám er með margvíslegum hætti í leikskólum landsins og unnið er út frá grunni þess, málþroska og málörvun. Til eru skólar sem sérhæfa sig í beinni lestrarkennslu ungra barna og leggja þar með áherslu á að börn séu komin vel af stað í lestri og umskráningarfærni í lok leikskólagöngu. Aðrir skólar vinna að hefðbundnu leikskólastarfi, eins fjölbreytt og það getur verið, þó oft með áherslu á bernskulæsi. Rök fyrir læsisnámi í leikskóla má rekja til rannsókna á markvissri málörvun í leikskóla með undirstöðuþætti læsis í huga þar sem sjá má árangur þegar kemur að lestrargetu síðar meir. Auknar kröfur um læsisnám í leikskóla frá samfélaginu eru til staðar en mikilvægt er þó að vera samstíga námsleið barnsins þar sem rannsóknir hafa sýnt að börn læra í gegnum leik í stað beinnar kennslu. Leikskólakennarinn sem fagmaður þarf að vera meðvitaður um mikilvægi læsis í leikskóla og hlutverk sitt til að geta tekið virkan þátt í námi barna á markvissan hátt með námsleið barna að leiðarljósi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim with this thesis is to explore how we can teach foundations of literacy through play in preschool and to collect ideas for preschool teachers to teach literacy through play and enrich the learning environment without direct literacy teaching. This thesis is divided into two parts, the first part is based on a preschool theoretical framework, research and theories to introduce literacy and literacy foundations which is based on language development, language stimulation and emergent literacy through the theory of simple view of reading. The pedagogy also presents play as a way of learning and how young children can develop emergent literacy through play. To understand how teaching is in Icelandic preschool, there is looked into practice with the oldest children in preschool and the youngest children in primary school, which gives an idea of how literacy is taught in those two levels of education. In the second part ideas have been collected for literacy. The ideas connect literacy to the learning environment, role of the teacher, play and planned hours along with idea of assessment of early literacy in preschool as the assessment is a part of preschool practice.
    Literacy in preschool is diverse in practice. There are schools that specialize in teaching literacy and focus on children reading almost fluently in the end of preschool. Reasearches tell us that systematical work in preschool with literacy foundation, such as phonological awareness have shown better performance when it comes to reading in the future. Also there is a pressure of teaching literacy in preschool from Icelandic society along with focus on academic challenges. The importance is that subjects like literacy is taught through play, free play or planned hours. Good language development and language stimulation is very important foundation in young children’s literacy. The preschool teacher as a professional has to be aware of his importance when it comes to literacy development in preschool and his role in play and education, so that he can be an active professional who cares for children’s right to enjoy their childhood and free play along with good professional education in preschool.

Samþykkt: 
  • 5.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Læsi og leikur.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna