is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20677

Titill: 
  • Frysting skógarplantna - Aðferðir til að meta lífsþrótt róta eftir vetrargeymslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rótarkal á skógarplöntum ræktuðum í fjölpottabökkum er algengt vandamál hjá skógarplöntuframleiðendum á norðurslóðum. Þessar skemmdir eru ekki vel sýnilegar með berum augum og þess vegna er nauðsynlegt að þróa aðferðir til þess að greina skemmdir áður en til gróðursetningar kemur, því að rótarkal getur haft mikil neikvæð áhrif á vöxt og lifun plantna í felti. Tilraun þessa verkefnis fór fram í garðyrkjustöðinni í Furubrún, Árnessýslu, frá júní 2006 og fram í febrúar 2007. Í hana voru notaðar stafafuruplöntur af fyrri og seinni sáningu og einnig sitkagreni af fyrri sáningu. Mældur var lífsþróttur róta eftir frystingu í laup, kassa og eftir hefðbundna geymslu á plani.
    Meginmarkmið verkefnisins var að bera saman þrjár aðferðir til að meta rótarkal: RGC-mælingu, jónalekamælingu og áframræktun. RGC-aðferðin reyndist áreiðanlegust. Aðferðir við að taka út rótarkal plantna eftir áframræktun verður að þróa betur áður en sú aðferð getur talist nothæf. Jónlekapróf á rótum reyndist ekki gefa sannfærandi niðurstöður. Annað markmið með verkefninu var að athuga hvort stafafura og sitkagreni þyldu frystingu í frystigeymslu og að bera rótarástand þeirra saman við rótarástand sambærilegra plantna sem geymdar voru á hefðbundinn hátt úti á plani. Bæði snemmsáða furan og grenið þoldu vel frystinguna en stafafura af seinni sáningu síður. Þriðja markmiðið var að rannsaka hvort myrkvun á plani, sem er mikið notuð aðferð til að flýta myndun frostþols í sprota, hefði einnig áhrif á frostþol róta. Erfitt var að svara þessari spurningu með afgerandi hætti þar sem að allar meðferðir, myrkvaðar og ómyrkvaðar, þoldu frystinguna vel. Greni í geymslu úti á plani hafði ekki rótarskemmdir og sömuleiðis myrkvuð fura. Aftur á móti sýndi ómyrkvuð fura rótarkal og þótti sennilegt að það mætti rekja til köfnunarefnisskorts í ræktuninni, en plöntuvefur sem líður næringarskort er verr í stakk búinn til að verjast frosti en sá sem ekki líður skort. Fjórða markmiðið var að gera samanburð á því að frysta furuplöntur í kössum eða laupum í frystigeymslum. Plöntur í laup komu marktækt betur út í þeim samanburði. Fimmta markmiðið var að bera saman frostþol róta hjá snemmsáðum og seinsáðum stafafurum. Seinsáð stafafura sem tekin var beint úr húsi inn í frystigáma þoldi frystingu ekki vel.
    Athyglisverðustu niðurstöður sem draga má af tilrauninni er að plöntur á frysti í Furubrún þoldu frystingu vel en hluti af sambærilegum plöntum skemmdist í hefðbundinni geymslu úti á plani. Því má segja að frystirinn hafi bætt gæði plantna.

Samþykkt: 
  • 16.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Jonsdottir _ BSc verkefni 2007-pdf-BDS.pdf1.79 MBOpinnPDFSkoða/Opna