is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20689

Titill: 
  • Það er (tölvu)leikur að læra : notkun afþreyingartölvuleikja í kennslu á framhaldsskólastigi
  • Titill er á ensku Press Start to Learn : the use of commercial video games for education on a secondary school level.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari meistaraprófsritgerð er leitast við að benda á þá möguleika sem tölvuleikir hafa sem fræðslutæki. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að benda á ástæður fyrir því hvers vegna skuli íhuga notkun tölvuleikja til náms, hvernig aðstæður eru nú betri til þess heldur en áður, einnig verða dæmi tekin af sérstökum tölvuleikjum og þeim fróðleik sem má draga af þeim.
    Rætt verður um þær samfélagslegu og tæknilegu breytingar sem hafa gert nám með tölvuleikjum aðkallandi og mögulegt. Einnig verður farið yfir hvernig almenningsálit hefur verið litað á þann máta sem gefur ekki endilega rétta mynd af miðlinum auk þess sem litið verður til rannsókna á tengslum spilun ofbeldisfullra tölvuleikja og aukinnar árásarhneigðar til að svara spurningum um hvort það sé við hæfi að framhaldsskólanemar spili tölvuleiki sem innihalda ofbeldi.
    Farið verður yfir fræðilegan bakgrunn þar sem skoðaðar verða bæði kenningar um tölvubyltinguna og hvort hún hafi haft áhrif á hugsunarhátt þeirra barna sem alist hafa upp með tölvum sem síðan geri það að verkum að hefðbundið skólastarf nái ekki eins vel til barna tölvubyltingarinnar eins og hún náði til foreldra þeirra. Einnig verða skoðaðar rannsóknir þar sem afþreyingartölvuleikir hafa verið nýttir til kennslu við góðan orðstír.
    Sérstaklega verður sjónum beint að því hvernig leikir geta nýst til kennslu í hugvísindum og samfélagsmiðuðu námi, en þar liggur akademískur bakgrunnur höfundarins.

Samþykkt: 
  • 19.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd-Egill_Andresson-12.02.15-loka.docx274.66 kBOpinnHeildartextiMicrosoft WordSkoða/Opna
MEd-Egill_Andresson-12.02.15-loka.pdf863.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna