is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20709

Titill: 
  • Viðhorf starfsmanna og stjórnenda Landsbankans til frammistöðumats
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Frammistöðustjórnun, einkum og sér í lagi frammistöðumat er eitt mikilvægasta verkefni þeirra sem starfa við mannauðsmál innan skipulagsheilda. Landsbankinn hf. er í dag eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir árlegt frammistöðumat fyrir alla starfsmenn sína. Frammistöðumatið í bankanum var fyrst innleitt á níunda áratug síðustu aldar en hefur verið í núverandi mynd síðan 2012.
    Frammistöðumat getur bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt og því er mikilvægt að vandað sé til verka. Vel framkvæmt frammistöðumat getur skilað góðum árangri fyrir skipulagsheildir en á sama tíma getur illa framkvæmt frammistöðumat haft neikvæð áhrif á árangur skipulagsheilda.
    Framkvæmd var viðhorfskönnun í október 2014 þar sem spurningalisti var sendur á alla starfsmenn Landsbankans, bæði almenna starfsmenn og stjórnendur. Svarhlutfall var 60,4% í heild sinni en 58,1% meðal almennra starfsmanna og 82,5% meðal stjórnenda. Markmiðið var að kanna viðhorf þátttakenda til frammistöðumatsins í bankanum og kanna hvort munur væri á viðhorfum starfsmanna og stjórnenda.
    Heilt á litið voru þátttakendur ekki nægilega ánægðir með frammistöðumatið. Niðurstöður benda til þess að viðhorf almennra starfsmanna sé ekki eins og best væri á kosið og óbreytt ástand gæti haft neikvæð áhrif á árangur frammistöðumatsins. Viðhorf stjórnenda til frammistöðumatsins er jákvæðara en viðhorf starfsmanna en samt sem áður er þörf á úrbótum, að einhverju leyti. Það er marktækur munur á viðhorfum hópanna þegar kemur að vissum þáttum frammistöðumatsins. Þá ber helst að nefna þætti er varða hlutleysi, þekkingu stjórnenda, endurgjöf og tengsl frammistöðu starfsmanna við launa- og starfsþróun þeirra.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár, til 25. mars 2018.
Samþykkt: 
  • 25.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniMS_Frammistöðumat.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf497.5 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna