is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20715

Titill: 
  • Val ferðamanna á ferðamáta í Íslandsferðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein á Ísland en hún er stærsta útflutningsgrein landsins. Það er því brýn þörf á að fylgjast vel með þróun í ferðaþjónustu og hegðun erlendra ferðamanna á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar að kanna ástæður fyrir vali ferðamanna á ferðamátum í ferð þeirra um Ísland, hvort þeir ætli aftur á ferðalag til landsins og hvaða ferðamáta þeir kjósi þá. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð sem byggðist á því að lagður var spurningarlisti fyrir erlenda ferðamenn. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að flestir ferðamenn sem fóru með rútu í yfirstandandi ferð þeirra voru marktækt líklegri til að nota annan ferðamáta í næstu ferð til Íslands heldur en þeir sem ferðuðust með bílaleigubíl. Þeir sem ferðuðust með bílaleigubíl vildu halda sig við þann farkost í næstu ferð. Helstu ástæður fyrir vali ferðamanna á ferðamáta má nefna að þeim þótti auðveldast að bóka viðkomandi ferðamáta en einnig að sá ferðamáti sem varð fyrir valinu hefði verið þægilegasti ferðamátinn. Rannsóknin var framkvæmd í nóvember og voru flestir ferðamenn á því að heimsækja Ísland aftur að sumri til, eða rúmur helmingur svarenda.

Samþykkt: 
  • 26.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð lokaeintak.pdf2.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna