is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20763

Titill: 
  • Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Um tælingu og réttarvernd barna með hliðsjón af 4. mgr. 202. gr. hgl.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með lögum nr. 58/2012 voru gerðar nokkrar breytingar á XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir skammstafað hgl.). Með 4. gr. laganna var bætt við ákvæði 202. gr. hgl. nýrri málsgrein, sem gerir það refsivert að falast eftir börnum í kynferðislegum tilgangi. Ákvæði 4. mgr. 202. gr. hgl. kveður á um að sá sem með samskiptum á netinu eða annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni mælir sér mót við barn yngra en 15 ára í því skyni að hafa við barnið samræði, önnur kynferðismök eða til að áreita það kynferðislega á annan hátt skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Nefnt ákvæði er meginviðfangsefni þessarar ritgerðar.
    Markmið höfundar er einkum að að kanna hvort réttarvernd barna hefur aukist með gildistöku ofangreinda laga. Farið verður rækilega í saumana á 4. mgr. 202. gr. hgl. Einnig verða skoðaðar þær úrlausnir er varða tælingu á Internetinu, eða með notkun annarrar upplýsinga- eða fjarskiptatækni fyrir gildistöku laga nr. 58/2012, og þær úrlausnir bornar saman við þá dómaframkvæmd sem nú liggur fyrir.
    Í öðrum kafla verður fjallað um tælingu og réttarvernd barna á sviði kynferðisbrota. Í þriðja kafla verður farið yfir skrif fræðimanna og dómara um tælingu í íslenskum rétti og 3. mgr. 202. gr. hgl. tekin til skoðunar. Þungamiðja ritgerðarinnar er fjórði kafli hennar. Þar er aðdragandi og forsaga ákvæðisins rakin ásamt inntaki þess, og að endingu fjallað um dómaframkvæmd. Í fimmta og síðasta kafla eru niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman.

Samþykkt: 
  • 13.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefán Kristinsson-new.pdf366 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna