is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20781

Titill: 
  • Málfrelsi þingmanna. Ákvæði 2. mgr. 49. gr. stjórnarskrárinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tjáningarfrelsi manna er eitt af grundvallarréttindum í lýðræðissamfélögum nútímans. Óhætt er að segja að án þess geti lýðræðið ekki þrifist til lengdar. Sést það best þegar horft er í gegnum söguna, en eitt af því fyrsta sem að kúgunar og einræðisstjórnir gera er að takmarka tjáningar sem þær telja „óæskilegar“. Á 18. og 19. öld var hart barist fyrir því að einveldi yrði lagt niður og tekið yrði upp lýðræðislegra stjórnarfar. Samfara því var í margar stjórnarskrár sett ákvæði er verndaði tjáningarfrelsi manna en þá fyrirmynd sóttu menn í frönsku mannréttinda-yfirlýsinguna.
    Hið nýja lýðræðislega stjórnarfar í Evrópu átti í fyrstu undir högg að sækja gagnvart framkvæmdarvaldshöfum, oftar en ekki konungum. En til þess að vernda lýðræðiskjörin þing gegn ágangi framkvæmdarvaldsins var m.a. tekið upp í stjórnarskrár flestra ríkja Evrópu ákvæði er verndaði málfrelsi þingmanna sérstaklega. Á Íslandi hefur verið að finna slíkt ákvæði allt frá fyrstu stjórnarskrá þjóðarinnar frá 1874. Í núverandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er að finna ákvæði í 2. mgr. 49. gr. sem verndar tjáningarfrelsi þingmanna sérstaklega.
    Í þessari ritgerð verður leitast við að varpa ljósi á hvað nákvæmlega felst í þessari sérstöku vernd. Í 2. og 3. kafla verður farið yfir það hvernig vernd tjáningarfrelsisins hefur þróast hér á landi og þá með tilliti til þeirra áhrifa sem innleiðing Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir skammstafaður MSE) hefur haft að íslenskum rétti. Í 4. kafla verður ítarlega rakið hvað felst í þessari sérstöku vernd þingmanna og skoðuð verða sjónarmið þeirra fræðimanna sem hvað helst hafa látið þetta viðfangsefni sig varða. Í 5. kafla verður svo að lokum rakin þau tilvik þar sem reynt hefur á þetta ákvæði fyrir Alþingi Íslendinga og þá meðferð sem þau mál hafa hlotið fyrir þinginu.

Samþykkt: 
  • 14.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynir Ingi Reinhardsson.pdf320.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna