is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20823

Titill: 
  • Flokkunarkerfi útlána hjá lánastofnunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Langstærsti hluti eigna lánastofnana eru útlán til einstaklinga og félaga. Mikilvægt er því fyrir lánastofnanir að hafa gott eftirlit með útlánum en léleg gæði útlána geta til að mynda verið vegna vanhugsaðra lánveitinga eða niðursveiflu í hagkerfinu. Nauðsynlegt er fyrir lánastofnanir að geta metið út frá eftirliti með útlánum hvort þörf sé á að grípa til sérstakra úrræða, eins og að niðurfæra útlán vegna ýmissa þátta. Vandræðaútlán geta haft gríðarleg áhrif á fjárhagsstöðu lánastofnana með versnandi afkomu þeirra og minna eigið fé. Því er mikilvægt fyrir eftirlitsaðila í lánastofnunum að hafa góða yfirsýn yfir þau útlán sem eru ekki líkleg til að endurheimtast að fullu. Til þess þarf að vera öflugt flokkunarkerfi útlána sem getur beint sjónum eftirlitsaðila í lánastofnunum að þeim útlánum sem þarfnast aðhalds.
    Markmið ritgerðarinnar er að greina helstu aðvörunarljós vandræðaútlána og nýta þau í flokkunarkerfi útlána sem lánastofnun getur nýtt í daglegum rekstri. Aðallega er horft til kerfis sem útlánaeftirlit getur notað til að færa niður útlán og sjá fyrir vandamál áður en alvarleiki þeirra verður meiri. Sett er upp tvenns konar flokkunarkerfi útlána fyrir lánastofnanir. Það fyrra svipar til þeirra flokkunarkerfa sem notuð eru af fjármálaeftirlitum ýmissa landa og það seinna er sett upp út frá væntu tapi lántaka. Fyrra flokkunarkerfið var prófað á útlánasafni Arion banka og var notast við fimm flokka flokkunarkerfi eins og til dæmis 59% landa gera samkvæmt könnun Alþjóðabankans árið 2012 á verklagi varðandi flokkunarkerfi útlána. Helstu niðurstöður flokkunarkerfis útlána út frá útlánasafni Arion banka og ársreikningaskrár Creditinfo eru þær að mikil fylgni er á milli vandræðaútlána og félaga sem hafa háar nettó skuldir á móti EBITDA. Jafnframt er lágt eiginfjárhlutfall félaga mikilvægt aðvörunarljós í flokkunarkerfi útlána. Þar af leiðandi er mikilvægt að flokkunarkerfi útlána nýti ársreikningatölur félaga. Notast er við útlánaaðferð í uppsettu flokkunarkerfi við flokkun útlána fremur en lántakaaðferð vegna mismunandi trygginga fyrir útlán og veðhlutfalls útlána. Að lokum er bent á að nauðsynlegt er að upplýsingakerfi lánastofnunar sé mjög gott og sýni réttar upplýsingar við notkun á flokkunarkerfi útlána annars er hætta á að útlán flokkist í rangan flokk.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.
Samþykkt: 
  • 27.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flokkunarkerfi útlána hjá lánastofnunum - Matthías Stephensen.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna