is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20869

Titill: 
  • Óreglulegt svefnmynstur. Spáir það fyrir um þunglyndis- og kvíðaeinkenni meðal ungmenna í 10. bekk?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort að óreglulegt svefnmynstur íslenskra ungmenna í við upphaf 10. bekkjar, skilgreint sem misræmi í heildarsvefntíma á virkum dögum borið saman við heildarsvefntíma um helgar, myndi spá fyrir um þunglyndis- og kvíðaeinkenni við lok 10. bekkjar. Jafnframt var athugað hvort að mögulegur kynjamunur á tengslum óreglulegs svefnmynsturs og síðari þunglyndis- og kvíðaeinkennum væri til staðar. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að svefnvandamál og svefnóregla séu fylgifiskur þunglyndis og kvíða, og eru áhrif þunglyndis og kvíðaraskana á svefn vel þekkt, enda eru svefntruflanir meðal greiningaviðmiða beggja þessara raskana. Þó hefur verið sýnt fram á að ýmiss konar röskun á svefni getur einnig komið á undan og spáð fyrir um þunglyndis- og kvíðaeinkenni. Leitaðist þessi rannsókn við að kanna betur þau tengsl, en sérstaklega mikilvægt er að skoða þau meðal ungmenna á þessum aldri, þar sem hvað mestar breytingar á svefnmynstri eiga sér stað á unglingsárunum. Rannsóknin notaðist við gögn sem fengin voru úr þriðju og fjórðu gagnasöfnun í megindlegri langtímarannsókn þar sem hópi ungmenna var fylgt í tvö skólaár. Þátttakendur voru grunnskólanemendur, allir í 9. bekk við upphaf rannsóknar, fæddir árið 1998. Voru þeir 450 talsins, 241 drengur og 209 stúlkur. Svöruðu þátttakendur spurningalistum sem innihéldu meðal annars spurningar um þunglyndis- og kvíðaeinkenni, sem og tvær spurningar um meðalsvefntíma þeirra. Marktæk tengsl, χ2(1) = 5,442, p = 0,02, áhættuhlutfall = 1,18, fengust þegar aðfallsgreining hlutfalla var framkvæmd þar sem óreglulegt svefnmynstur var frumbreyta og þunglyndiseinkenni fylgibreyta. Skipt eftir kynjum voru marktæk tengsl hjá drengjum en ekki stúlkum. Engin marktæk tengsl fengust þegar einkenni kvíða var fylgibreyta. Þá bentu niðurstöður einnig til óreglulegra svefnmynsturs drengja en stúlkna, þó án þess að ná marktekt. Mögulegar ástæður þessa óreglulegra svefnmynsturs drengja, auk þýðingar niðurstaðnanna, eru ræddar.

Samþykkt: 
  • 2.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf515.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna