is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20885

Titill: 
  • EES eða ESB: Ráða hagsmunir leiðandi atvinnugreina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er rannsakað hvort að hagsmunir sjávarútvegsins á Íslandi sé ástæðan fyrir að Ísland hafi ekki gerst aðili að Evrópusambandinu og hvort að hagsmunum sjávarútvegsins sé betur borgið innan EES. Byggt var á kenningu Christine Ingebritsen
    að hagsmunir ráðandi atvinnugreina ráði samruna Evrópuþjóða og þá sérstaklega Norðurlandanna. Í rannsókninni var gerð tilraun til að meta vægi sjávarútvegsins í efnahag Íslands með því að bera hann saman við þrjár aðrar atvinnugreinar landbúnað, iðnað og ferðaþjónustu og meta áhrif þessara atvinnugreina á Evrópustefnu Íslands.
    Jafnframt voru skoðaðir tveir aðrir þættir til að meta áhrif þeirra á Evrópustefnu Íslands til að sjá hvort aðrir þættir en atvinnulífið hafi áhrif á Evrópustefnu Íslands. Þeir þættir sem voru skoðaðir eru þjóðerniskennd og gjaldeyrismál. Niðurstaða rannsóknarinnar var að þótt sjávarútvegurinn sé mikilvæg atvinnugrein á Íslandi er hann ekki lengur ráðandi atvinnugrein en hann hefur mikið pólitískt vægi og talsverð áhrif á Evrópustefnu Íslands. Aðrir þættir spila þó stórt hlutverk og það sé samspil margra þátta sem hafi áhrif á Evrópustefnu Íslands. Niðurstaða síðari spurningarinnar hvort hagsmunum sjávarútvegsins sé betur borgið innan EES var óljós þar sem klára þarf aðildaviðræðurnar við Evrópusambandið til þess að svara þeirri spurningu til fulls.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ingvar.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna