is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20906

Titill: 
  • Þátttaka starfsfólks í sameiningarferli. Rannsókn á sameiningu skattstofanna og Ríkisskattstjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þátttöku starfsmanna í sameiningarferli skattstjóraembættanna við embætti Ríkisskattstjóra. Ritgerðin er 30 eininga lokaritgerð til MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu og byggir á tilviksrannsókn. Rannsóknarspurningin er „Hvað einkennir þátttöku starfsfólks í breytingaferli við sameiningu skattstjóraembættanna við embætti Ríkisskattstjóra“.
    Tvær undirspurningar eru með ritgerðarspurningunni „Hvað kann að skýra þau einkenni?“ og „Á hvern hátt endurspeglar það hugmyndir um farsæla breytingastjórnun?“.
    Til að svara rannsóknarspurningunni voru tekin viðtöl við sex starfsmenn og einn stjórnanda hjá embætti Ríkisskattstjóra. Úrtakið var slembiúrtak, þar sem valdir voru af handahófi starfsmenn víðs vegar að hjá embætti Ríkisskattstjóra.
    Kenningar nýttar til að setja niðurstöðu viðtala í fræðilegt samhengi voru aðild starfsfólks, breytingastjórnun, forysta, umboðskenningin og ráðsmannskenningin.
    Helstu niðurstöður eru þær að þátttaka starfsmanna einkennist af víðtæku samráði við starfsmenn stofnunarinnar á stefnumótandi fundum, þar sem allir starfsmenn hafa tekið þátt en einnig af mikilli upplýsingagjöf til starfsmanna. Mögulegar skýringar á því samráði kunna að vera stjórnunarhættir innan stofnunar Ríkisskattstjóra sem ber einhver einkenni ráðsmannssambands samkvæmt ráðsmannskenningunni en einnig öflugri forystu. Sú aðild sem starfsfólk á að breytingaferlinu er í miklum samhljómi við hugmyndir um farsæla breytingastjórnun og hefur það mögulega áhrif á hversu mikið starfsmenn fá að koma að breytingaferlinu.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses employee participation in organizational transformation when the 9 Inland Revenue Service in Iceland merged with Office of Directorate of Internal Revenue. The paper is 30 ECTS thesis for Master of Public Administration and builds upon a case study research. The research question is “What are the characteristic features of employee participation in organizational transformation when the institutions of Inland Revenue Service and Institution of Directorate of Internal Revenue merged?”. I also have the following two sub questions “What explains those characteristic features?” and “How does that reflect ideals of successful organizational transformation?”.
    Six employees and one manager at the Office of Directorate of Internal Revenue were interviewed with the attempt to answer these questions. Interviewees were picked randomly from various departments in the Office of Directorate of Internal Revenue.
    Theoretic paradigm used in this paper is employee involvement, organizational transformation, leadership, agency theory and stewardship theory.
    The conclusion of this paper is that employee participation is characterized by wide employee participation during strategic meetings, where every employee participates. Information flow goes both directions and employees are well informed of every action during the transformation. Possible explanation of those characteristics is management style within the office which has some symptoms of Stewardship relationship along with effective leadership. Employee involvement is in harmony with ideals of successful organizational transformation.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baldur_hrafn_bjornsson_endanlegt.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna