is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20918

Titill: 
  • Ungmennagengi eða ungmenni í vanda? Reynsla lögreglumanna af hópamyndun íslenskra ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa BA lokaverkefnis í félagsfræði við Háskóla Íslands er að leita svara við eftirfarandi spurningum. Eru til ungmennagengi á Íslandi sem svipar til þeirra sem finnast í Bandaríkjunum? Hver er reynsla lögreglumanna af ungmennum í afbrotum og vanda? Hvað einkennir þá hópa ungmenna sem lögreglan hefur afskipti af? Tekin voru viðtöl við lögreglumenn um reynslu þeirra af hópamyndun ungmenna. Þrjár almennar kenningar úr afbrotafræði voru teknar fyrir, taumhaldskenning (e. control theory) Travis Hirschi, kenning Edwin Sutherland um ólík félagsleg tengsl (e. theory of differential association) og sjálfsstjórnarkenning (e. low self-control theory) Michael Gottfredson og Travis Hirschi. Kenningarnar voru síðan notaðar til að varpa ljósi á það sem kom fram í viðtölunum. Erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á gengjum sýna að þegar ungmenni gerast meðlimir í gengjum eykst ofbeldishegðun þeirra til muna.
    Niðurstöður leiddu í ljós að skipulögð ungmennagengi sambærileg þeim sem finnast í Bandaríkjunum eru ekki til staðar á Íslandi. Hópamyndun ungmenna er hins vegar til staðar en hún byggir á því að ungmennin eru að neyta saman vímuefna og fremja minniháttar afbrot.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lára Hrönn Hlynsdóttir.pdf546.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna