is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20924

Titill: 
  • „Það er ekki til FÍB, félag íslenskra barnaníðinga.“ Um viðhorf og upplifanir kynferðisbrotamanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einstaklingar, sem brjóta kynferðislega gegn börnum, verða fyrir mikill stimplun og brennimerkingu. Brot þeirra vekja upp reiði samfélagsins og því er samfélagsleg staða þeirra mjög slæm. Þessi rannsókn fjallar um upplifanir og viðhorf einstaklinga sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum á menningarlegri og félaglegri stöðu sinni. Hún byggist á eigindlegum viðtölum við tíu einstaklinga sem hlotið hafa slíkan dóm og sátu níu þeirra í fangelsi meðan á rannsókn stóð. Einnig var rætt við fjóra einstaklinga sem tengjast kynferðibrotamönnum í gegnum störf sín. Orðræðugreining var einnig framkvæmd í hópi sem krefst nafn- og myndbirtinga kynferðisbrotamanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur mínir voru meðvitaðir um neikvætt viðhorf samfélagsins í sinn garð og skynja sína félagslegu stöðu sem mjög slæma. Þeir upplifa mikla skömm og reiði vegna sinna brota og dóma og aðstæðna. Þá fannst þeim þeir verða fyrir ákveðnum fordómum innan réttarvörslu og fangelsiskerfisins sem birtist í mismunun milli brotaflokka. Að auki upplifa þeira mikinn vanmátt gagnvart þeirri félagslegu stöðu sem þeir eru í og í sumum tilvikum gagnvart sínum löngunum.

  • Útdráttur er á ensku

    Individuals that commit sexual offenses against children are labeled and stigmatized by society. These acts arouse anger in the society and therefore their social standing is low. This research examines experiences and perceptions of individuals convicted of sex offenses against children, of their cultural and social position. It is based on qualitative interviews with ten individuals convicted of such offenses, where nine were in prison at the time when the study was conducted. In addition four individuals connected to sex offenders through their work, were interviewed. Discourse analysis was carried out in an internet based group that demands public registration of sex offenders. Findings of the study showed that these men are highly aware of the negative social attitudes related to these crimes and experience their social status as extremely poor. They feel great shame and anger because of their offenses and circumstances. They experience prejudice and discrimination by the judicial and correctional systems based on offense type. Furthermore they are powerless over their social status and in some cases, their desires.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vala Hrönn MA ritgerð.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna