is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20929

Titill: 
  • „Mér finnst eiginlega betra bara að tala við fólk.“ Upplýsingahegðun starfsfólks Landsvirkjunar, eigindleg og megindleg rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um rannsókn á upplýsingahegðun starfsfólks Landsvirkjunar sem framkvæmd var á tímabilinu október 2014 til febrúar 2015. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á upplýsingahegðun starfsfólks Landsvirkjunar. Áhersla er lögð á að sjá hvaða leiðir það fer í upplýsingaleit og sérstaklega hvaða upplýsingalindir það nýtir sér innan fyrirtækisins. Viðfangsefnið er fyrst og fremst upplýsingahegðun starfsfólks gagnvart vinnutengdum verkefnum. Notast var við blandaða aðferðafræði, bæði eigindlega og megindlega. Alls voru tekin fjögur viðtöl við starfsfólk Landsvirkjunar og rafræn spurninga-könnun var send á alla starfsmenn fyrirtækisins, alls 264 einstaklinga. Svarhlutfall í spurningakönnuninni var 54,9%. Fjöldi fjölbreyttra upplýsingalinda er nýttur innan Landsvirkjunar og algengast er að þátttakendur rannsóknar leiti sér upplýsinga með mannlegum samskiptum, fyrst og fremst hjá samstarfsfólki. Einnig eru mörg upplýsingakerfi nýtt, svo sem internetið, þar með talið leitarvélar, samfélagsmiðlar og allar opnar vefsíður, innri vefur Landsvirkjunar, skjalavistunarkerfið Gopro, innbox starfsfólks og deildardrif (F: ). Þátttakendur leita vanalega fyrst í ákveðna upplýsingalind vegna þess að þeir vita að þar fá þeir þær upplýsingar sem þá vantar og vegna magns upplýsinga sem þar má finna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að upplýsingahegðun starfsfólks Landsvirkjunar einkennist af upplýsingaleit í fjölbreyttum upplýsingalindum. Bæta má yfirsýn starfsfólks yfir aðkeypta upplýsingaþjónustu en á heildina litið hefur starfsfólk gott aðgengi að margbreytilegum og alhliða upplýsingalindum.

Samþykkt: 
  • 4.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplysingahegdun_LV_AstaSirriJonasdottir_MLIS.pdf2.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna