is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20966

Titill: 
  • Líkami og sjálfsmynd. Áhrif staðalímynda á líkama og sjálfsmynd vestrænna kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum áratugum hefur áhugi aukist á hugtakinu líkamsmynd. Jafnframt hefur rannsóknum varðandi hugmyndir fólks um líkamann fjölgað og þær sýnt að hugmyndir um líkama og sjálfsmynd haldast í hendur. Í almennri umræðu hefur mikil áhersla verið lögð á útlit og hegðun og að allir séu ánægðir í eigin skinni, einkum vegna þess hversu mikil tengsl eru milli sjálfsálits og tilfinninga.
    Markmið þessarar ritgerðar er að kryfja þá félagsmótunarþætti sem hafa áhrif á hugmyndir fólks um æskilega líkams-sjálfsmynd, útlit og hegðun, og tengsl þeirra við samfélagslegar staðalímyndir. Fjallað verður um uppruna þeirra og áhrif fjölmiðla sem uppsprettu félagsmótunar. Aðallega verður þetta greint út frá áhrifum þess á vestrænar konur og verða hugtökin kona og kvenleiki sérstaklega tekin fyrir. Tekin eru dæmi hvernig staðalímyndirnar hafa breyst og þróast. Þá verður litið til þeirra áhrifa sem þættirnir hafa á karlmenn og karlmennsku og þá endurspeglun sem á sér stað á milli kynjanna.
    Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að staðalímyndir hvers samfélags séu eins konar leiðarvísir að hegðun og útliti fólks. Ríkjandi hugmyndum um staðalímyndir er viðhaldið í gegnum orðræðu og fjölmiðla. Það að uppfylla ekki samfélagslegar kröfur um heilbrigði og útlit getur leitt til mikillar vanlíðunar og er oft uppspretta alvarlegri vandamála.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Ósk Sigurjónsdóttir.pdf927.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna