is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20968

Titill: 
  • „Dag einn mun prinsinn minn.“ Birtingarmyndir kvenna í Disney prinsessumyndum frá Mjallhvíti til Frozen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Birtingarmyndir kvenna og karla í sjónvarpsefni hafa í áranna rás verið mótaðar af hefðbundnum hugmyndum um kyngervi, og eru Disney teiknimyndir þar ekki undanskildar. Í þessari ritgerð er fjallað um birtingarmyndir kvenna í sex völdum Disney prinsessumyndum, frá Mjallhvíti og dvergunum sjö, sem gefin var út árið 1937, til Frozen, sem gefin var út árið 2013. Fjallað er um þrjú tímabil Disney prinsessumynda. Markmiðið er að skoða hvernig kyngervi prinsessanna hefur breyst á þessum sjö áratugum. Einnig er fjallað um menningarlega mótun kyngervis og hvaða hlutverk sjónvarp leikur í mótun þess. Kenningu hugsmíðahyggjunnar um mótun kyngervis og ræktunarkenningunni er beitt til að öðlast skilning á áhrifum sjónvarps á kyngervismótun barna. Auk þess er vitnað í margvíslegar rannsóknir sem benda til þess að sjónvarp hafi mótandi áhrif á hugmyndir barna um hvaða eiginleikar og hegðun sé viðeigandi fyrir karla annars vegar og konur hins vegar. Vinsældir Disney mynda gera þær að góðum vettangi til að skoða hvernig birtingarmyndir kvenna eru í teiknimyndum. Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að birtingarmyndir kvenna í Disney prinsessumyndum hafa tekið umtalsverðum breytingum á síðustu áratugum, frá því að vera undirgefnar og uppburðarlausar prinsessur í fyrstu myndunum yfir í að sýna sjálfstæðar og sterkar persónur í þeim nýjustu.

  • Útdráttur er á ensku

    Gendered behavior has been prominent in media throughout the years, and is clearly observable in Disney cartoons. In this essay, the representation of females in six selected Disney princess-movies will be discussed, from Snow White and the Seven Dwarfs, released in 1937, to Frozen, released in 2013. The discussion is divided into three categories, based on the time period the movies were released in. The goal of the discussion is to explore how the representations of Disney princesses have changed in the last seven decades. The cultural construction of gender will be discussed along with the role that media plays in its construction. The social-cognitive theory of gender development and the cultivation theory will be used to gain a deeper understanding of media’s influence on children’s gender development. Moreover, various research will be presented that suggest that media has significant influence on children’s view on gender stereotypes. The popularity of Disney movies provides a good setting for studies on female’s representation in cartoons. The conclusion of this essay is that female representation has undergone significant changes in the last couple of decades, from showing submissive and voiceless princesses in the first movies to independents and strong ones in the recent movies.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf829.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna