is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20974

Titill: 
  • Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama: Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við heilbrigði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að greina tengsl hamingju og mat á eigin heilsu við aðra huglæga sem og hlutlæga líkamlega þætti þátttakenda. Eins og til dæmis holdafar þeirra, mat á eigin þoli og styrk þeirra miðað við jafnaldra sína sem og viðhorf þeirra til mataræðis. Greint var hvort að sambandið á milli holdafars og heilsu sé miðlað með þoli og styrk þátttakendanna. Notast var við gagnasafn Lýðheilsustöðvar úr spurningalistakönnun sem var gerð á heilsu, líðan og velferð Íslendinga á aldrinum 18-79 ára árið 2007. Alls tóku 9807 manns þátt og svarhlutfall 60,3% sem telst viðunandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einstaklingar sem höfðu gott mat á eigin þoli og styrk höfðu að jafnaði gott mat á eigin heilsu og þeir voru einnig hamingjusamari heldur en aðrir. Þeir sem voru í vannæringar eða offitu flokki í líkamsþyngdarstuðlinum mátu eigin heilsu almennt verr heldur en aðrir. Niðurstöðurnar sýndu einnig að fólk í ofþyngd og offitu voru hamingjusamari heldur en þeir sem voru í vannæringar flokki þegar tekið var tillit til mats fólks á eigin þoli, styrk og viðhorfa til mataræðis.
    Lykilorð: Líkamsþyngdarstuðull, BMI, hamingja, mat á eigin heilsu, heilbrigði, þol og styrkur.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilbrigð sál tilbúin- Erna Rakel Baldvinsdóttir.pdf722.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna