is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20982

Titill: 
  • Bann við kaupum á vændi á Íslandi: Aðdragandi lagasetningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lög sem banna vændiskaup voru sett árið 2009 og þar með fetaði Ísland í fótspor Svíþjóðar sem hafði fyrst þjóða sett slík lög. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á aðdraganda lagasetningarinnar og hvaða hugmyndafræði var til grundvallar lögunum. Áratugur leið frá því fyrsta lagafrumvarpið um bann við vændiskaupum var lagt fram á Alþingi og þangað til það var leitt í lög. Fjölmörg kvennasamtök lýstu yfir stuðningi við lögin og sendu þingmönnum áskorun um að samþykkja þau. Lögin eru byggð á því sjónarhorni að litið er á vændi sem kynferðislegt ofbeldi. Markmið þeirra var að senda siðferðileg skilaboð um að líkamar fólks eru ekki söluvara og ekki er ásættanlegt að nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi. Með þessari lagasetningu átti að draga úr eftirspurn eftir vændi og þannig minnka umfang þess. Í Svíþjóð og í Noregi eru áhrif laganna á umfang vændis umdeild. Erfitt er að leggja mat á hvort umfangið hafi minnkað raunverulega m.a. vegna breytinga sem hafa orðið í samfélaginu vegna hnattvæðingar og tækniþróunar. Helsta gagnrýni á lögin snýr að því að sumir telja aðstæður einstaklinga í vændi verri eftir tilkomu laganna. Aðrir benda á að götuvændi hafi minnkað og að vísbendingar séu um að færri karlar kaupi vændi en áður og að lögin gagnist vel í baráttunni við mansal.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinbjörg Jónsdóttir.pdf605.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna