is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20986

Titill: 
  • Fatlað fólk og listgreinar. Í litlu skrefunum felast stóru sigrarnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndafræði félagsráðgjafar byggist á heildarsýn og hjálp til sjálfshjálpar, sem aftur er aðalgrunnurinn í faglegri samvinnu félagsráðgjafans og notandans. Hugtökin valdefling, sjálfræði og sjálfsákvörðunarréttur hafa fest sig í sessi bæði innan félagsráðgjafar og í listmeðferð með fötluðu fólki. Hugtökin eru einnig mjög áberandi innan hinnar ungu fræðigreinar, fötlunarfræði. Í ritgerðinni er leitast við að færa rök fyrir því að félagsráðgjöf feli í sér listsköpun og er eitt af markmiðunum að skoða verksvið félagsráðgjafans innan fötlunarsviðsins og hvernig hann getur nýtt sér rödd listamannsins í starfi.
    Listmeðferð og listsköpun hafa smám saman öðlast meiri viðurkenningu sem tæki til að efla félagsfærni, sjálfstraust og sjálfsmynd fólks. Helsta markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða áhrif listsköpun og listmeðferð hefur á fatlað fólk og hvar tengslin liggja milli félagsráðgjafar og listgreina. Áhersla verður lögð á tónlistarmeðferð og sérstaklega litið til þeirra áhrifa sem meðferðin getur leitt af sér. Niðurstöður rannsókna benda til þess að listgreinar og tónlist hafi mjög valdeflandi áhrif á líðan fatlaðs fólks og stuðli að vitsmunalegum og sálfélagslegum framförum. Fatlaðir einstaklingar búa að færni og þörf til sköpunar rétt eins og ófatlað fólk. Slíka eiginleika þarf að virkja með viðeigandi úrræðum. Málinu til stuðnings verða birt dæmi úr rannsóknum á sviðinu. Efnið var aðallega sótt í erlendar ritrýndar greinar og íslensk og erlend fræðirit. Horft verður til aðgengis fatlaðs fólks að tónlistarnámi og skoðað hvernig það samræmist opinberri stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá tónlistarskóla á Íslandi. Fjallað verður um áhrifamátt fötlunarlistar í réttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnt hvernig það nýtir listina til að hrinda úr vegi rótgrónum viðhorfum til fötlunar. Að lokum verða dregnar saman niðurstöður verkefnisins um gildi og mátt listgreina og á hvaða hátt starf félagsráðgjafans samræmist vinnu með list og listmeðferð.
    Efnisorð: Félagsráðgjöf, Fötlunarfræði, Listmeðferð, Valdefling, Sjálfræði, Fötlunarlist.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak BA.pdf671.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna