is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20990

Titill: 
  • „Þetta er eiginlega bara lífsnauðsyn.“ Hvatar íslenskra fyrirtækja til aðgerða á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála: Álit, upplifun og framtíðarsýn ráðgjafa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin miðar að því að varpa ljósi á þá hvata sem ráðgjafar telja mest áberandi í fyrirtækjaumhverfinu á Íslandi varðandi samfélagsábyrgð og umhverfismál og hvað geti orðið til þess að fleiri fyrirtæki leggi áherslu á samfélagsábyrgð eða umhverfisvæna starfshætti. Rannsóknin byggir á hálf-stöðluðum viðtölum. Viðmælendur starfa allir hjá ráðgjafafyrirtækjum sem sinna ráðgjöf til annarra fyrirtækja á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála, til dæmis við innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfum.
    Rannsóknin er gerð samkvæmt eigindlegri aðferðafræði og fólst gagnasöfnun í því að tekin voru viðtöl við fimm ráðgjafa á sviði samfélagsábyrgðar og/eða umhverfismála. Ellefu lykilþemu voru greind með opinni kóðun. Þau eru útboð og innkaup, lagasetning, yfirvöld, fjárhagur, neytendur, ímynd, áhugi, upplýsingagjöf og miðlun, sveitarfélög, umhverfisbókhald og gerð samfélagsskýrslna og nýsköpun og vöruþróun. Lykilþemunum eru gerð ítarleg skil út frá kenningum á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála, ásamt því að þau eru borin saman við niðurstöður sambærilegrar rannsóknar á hvötum til aðgerða á sviði samfélagsábyrgðar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa innsýn inn í þætti sem hafa haft áhrif á þróun og framgang aðgerða fyrirtækja og stofnana á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála. Þær gefa einnig hugmyndir um það hvaða hvatar eru líklegir til að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki og stofnanir á komandi árum að mati ráðgjafa. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla að miklu leyti niðurstöður samanburðarrannsóknar á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Einn lykilþáttur niðurstaðna rannsóknarinnar er áhrifamáttur yfirvalda til þess að stýra framgangi samfélagsábyrgðar og umhverfismála á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this paper is to examine drivers of corporate social responsibility (CSR), with a special focus on environmental issues and environmental management, in Iceland, from the perspective of consultants working in the field.
    The paper is based on qualitative research. Five interviews, with consultants working either in CSR or Environmental management or both, were conducted. Eleven key themes were identified: tenders and procurement, law-making, authorities, finances, consumers, image, interest, disclosure and media, municipalities, environmental accounting and CSR reports and innovation and product development. These key themes are discussed in relation to theories on CSR and environmental management as well as other researches on related topics in Iceland.
    The results of the research provide a glimpse into development and further progress of CSR and environmental management in Iceland. They can also provide ideas on what drivers are likely to be influential on shaping the Icelandic business environment in the years to come. These results are compatible with the results of other researches in the field conducted in Iceland. One major factor in the results is the role and power the government can have on the progression of CSR and environmental management in Iceland.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geirthrudur_maria_kjartansdottir_meistararitgerd_thetta_er_eiginlega_bara_lifsnaudsyn.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna