is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21049

Titill: 
  • Íslenskir verktakar og útboð sveitarfélaga: Frændhygli, klíkuskapur og vinagreiðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er tilraun til þess að rannsaka samskipti sveitarfélaga við verktaka með sérstöku tilliti til útboða. Byggir hún á rannsókn sem höfundar lögðu fyrir rúmlega hundrað verktaka á landsvísu í gegnum tölvupóst þar sem spurt var ítarlega út í upplifun þeirra á samskiptum við sveitarfélög og viðhorf þeirra til spillingar. Úrtakið var valið úr hópi aðildarfyrirtækja Samtaka Iðnaðarins er falla undir mannvirkjagerð. Tilgangur rannsóknarinnar var því að rannsaka hvort verktakar upplifa spillingu á sveitarstjórnarstiginu og þá hvers eðlis spillingin er. Farið var ítarlega í gegnum nokkur blæbrigði eða tegundir spillingar og stuðst var við þá tilgátu að mismunun á borð við frændhygli og klíkuskap væru útbreiddustu tegundir spillingar. Einnig voru reifaðar nokkrar kenningar sem leitast við að útskýra hvaða hvatar liggja spillingu að baki. Helstu niðurstöður fólust í því að verktakar kannast flestir við að útboð sveitarfélags hafi unnist á vafasömum forsendum en hafa þó fæstir af því persónulega reynslu. Meirihluti svarenda leit svo á að spillingu væri almennt að finna meðal íslenskra sveitarfélaga en svarendur litu einnig afgerandi svo á að frændhygli og vinagreiðar væru helstu tegundir spillingar sem greina megi meðal sveitarfélaganna. Verktakar líta einnig svo á að löggjöf er varðar útboð megi vera strangari, að stærri sveitarfélögum fylgi betri stjórnsýsla en þó var ekki að greina mun á upplifun á spillingu eftir því hvort verktakar voru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Augljóst má þykja að ýmsar brotalamir er að finna á stjórnsýslu sveitarfélaganna og að stór hluti verktaka telji farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við sveitarfélög.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis attempts to examine relations between contractors and local governments with special emphasis on public procurements or tenders. The paper builds on a research conducted by the authors in which a survey was sent to over a hundred contractors nationwide via email. The sample was chosen from members of The Federation of Iceland Industries who belong to the category of construction. The purpose of the research as such was to examine if contractors experience corruption on the municipal level and if so which types of corruption. A select few types of corruption were defined and a hypothesis was put forth that favoritism such as nepotism and cronyism are the most prevalent forms of corruption. A few theories on the incentives and reasons behind corruption were also discussed. Main conclusions were that most contractors acknowledge that public tendering had been won on dubious terms although few have personal experiences of it. The majority of respondents think that corruption was generally to be found within local governments and they also think that nepotism and cronyism were the principal types of corruption. Contractors also feel that procurement legislation should be more rigorous and that larger municipalities have more professional administrations although there is no difference in perception of corruption between contractors based in urban areas and contractors based in more rural areas. It is evident that some serious drawbacks are to be found within some municipalities and a large portion of contractors perceive corruption as prevalent.

Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslenskir verktakar og útboð sveitarfélaga.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna