is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21064

Titill: 
  • Starfsumhverfi, líðan og bjargráð náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum árið 2014
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar megindlegu rannsóknar er að auka skilning á starfsumhverfi, líðan, skiptingu verkþátta og helstu bjargráðum náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Níutíu náms- og starfsráðgjafar tóku þátt og var spurningalisti lagður fyrir í nóvember 2014. Helstu niðurstöður sýndu að meirihluti ráðgjafa taldi álag tengt starfi almennt og álag vegna fjölda nemenda á hvert stöðugildi frekar mikið eða mjög mikið. Langflestir náms- og starfsráðgjafar beggja skólastiga töldu sig sinna persónulegri ráðgjöf í mun meiri mæli en þeir töldu æskilegt og náms- og starfsfræðslu í mun minna mæli. Virkni ráðgjafa í símenntun á síðustu tólf mánuðum var mjög góð en langflestir höfðu sótt einhvern viðburð á fræðasviðinu. Samstarf á milli ráðgjafa var oftast nokkuð mikið og um helmingur ráðgjafa hafði sótt sér handleiðslu að einhverju tagi. Því betri skilning sem þátttakendur töldu skólastjórnendur og samstarfsfólk hafa á starfi þeirra sem náms- og starfsráðgjafa því meiri voru lífsgæði þeirra. Ráðgjafar voru flestir ánægðir með þann undirbúning sem þeir fengu fyrir starfið í þeirri menntun sem þeir luku. Miklar vonir eru bundnar við að nýta megi niðurstöður rannsóknarinnar til umbóta á starfsumhverfi náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum á landinu en einnig til þróunar á skýrari stefnumótun starfsins.

Athugasemdir: 
  • Titill á kápu: Starfsumhverfi, líðan og bjargráð náms- og starfsráðgjafa: Grunn- og framhaldsskólár á Íslandi
Samþykkt: 
  • 5.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð lokaskil.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna