is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21097

Titill: 
  • Fjölbreytileiki hefur alltaf vinninginn. Leið kvenstjórnenda upp metorðastigann
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leið kvenna í æðstu stjórnendastöður til rannsóknar, varpað er ljósi á leið kvennanna með áherslu á helstu tækifæri og hindranir á leið þeirra. Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að færri konur en karlar gegna æðstu stjórnendastöðum, ástæður eins og glerþakið og staðalímyndir, en eru það raunverulegar hindranir og ef svo er hvernig er þeim rutt úr vegi?
    Í rannsókninni voru tekin eigindleg djúpviðtöl við tíu konur sem gegna æðstu stjórnendastöðum í fyrirtækjum á Íslandi. Viðtölin voru greind útfrá túlkandi fyrirbærafræði (e. Hermeneutis phenomenology). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ef kona ætlar sé að komast í æðstu stjórnendastöðu þá geti hún það. Það eru engar ósýnilegar hindranir á veginum eins og glerþakið, hinsvegar eru sýnilegar hindranir sem hægt er að ryðja úr vegi. Ef konur markaðssetja sjálfan sig innan og utan fyrirtækisins, efla tengslanetið, eru sýnilegar, auka sjálfstraust sitt, dreifa ábyrgðinni á heimilisrekstrinum og barnauppeldinu og stökkva á tækifærin þegar þau gefast er leiðin í æðstu stjórnendastöðu nokkuð greið.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlia Rós Atladóttir.pdf592.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna