is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21113

Titill: 
  • Eru karlar sýnilegri en konur í fjölmiðlum? Staða kvenna í tveimur helstu prentmiðlum Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum er skoðuð, má sjá að konur eru aðeins brot þeirra sem þar birtast. Þá gildir einu hvort um sé að ræða blaðamenn, viðmælendur eða það fólk sem nefnt er í fréttum. Í rannsókninni var skoðaður hlutur kvenna í tveimur helstu prentmiðlum landsins, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Gerð var innihaldsgreining á sjö virkum dögum í byrjun árs 2015.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar studdu niðurstöður fyrri rannsókna um stöðu kynja í fjölmiðlum; að konur séu um 30% allra þeirra sem koma að fjölmiðlum, hvort sem um er að ræða fréttaskrifarana sjálfa, hlutfall sem viðmælendur í fréttunum eða sem umfjöllunarefni fréttanna (fólk í fréttum). Niðurstöður voru ennfremur í samræmi við rannsóknir nefndar um konur og fjölmiðla á Íslandi sem kom út árið 2001. Fjórtán árum seinna eru konur enn minnihlutahópur í fréttum á Íslandi. Þegar skoðað var kynjahlutfall fréttaskrifara á rannsóknartímabilinu mátti sjá að karlar skrifuðu um 80% allra frétta. Karlar voru einnig fleiri meðal viðmælenda og hærra hlutfall þeirra sem fjallað var um í fréttunum. Þegar þeir málaflokkar sem fréttirnar fjölluðu um voru skoðaðir reyndust karlar vera sýnilegir í öllum flokkum á meðan konur voru 0% viðmælenda í þremur flokkum. Þegar við skiptum fréttunum upp í „harðar“ og „mjúkar“ fréttir voru karlar í meirihluta í hörðum fréttum og konur í mjúkum, hvort sem um var að ræða sem fréttaskrifara, viðmælendur eða fólk í fréttum.
    Áhrif þess að konur eru jafn lítið sýnilegar í fjölmiðlum og raun ber vitni, gætu verið talsverð. Það að viðhalda staðlaðri og hefðbundinni hlutverkaskipan kynjanna í fjölmiðlum getur viðhaldið kynjamisrétti og takmarkað tækifæri kvenna.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Kristín og Ragnheiður.pdf1.12 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Ba-forsíða-1.pdf231.59 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna