is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21115

Titill: 
  • Framsetning sjálfsins á samfélagsmiðlum
  • Titill er á ensku Presentation of self on social media
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BA- prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands. Farið verður yfir helstu félagsfræðilegar kenningar um sjálfið sem voru grundvöllur rannsóknar. Þar verður sjónum beint að kenningum Charles Horton Cooley, Georg Herbert Mead og Erving Goffman sem allir lögðu mikið til hugmynda um sjálfið á Vesturlöndum.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn með það að markmiði að varpa ljósi á upplifun ungs fólks á Íslandi í dag á samfélagsmiðlum og hegðun og framsetningu sjálfsins þar inná. Tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga á aldrinum 18 til 25 ára. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ungt fólk á Íslandi í dag geri ekki greinarmun á að vera tengd eða ekki tengd samfélagsmiðlum. Þeim finnist mikilvægt að koma vel fyrir á samfélagsmiðlum og leitist við að birta sig þar á sem jákvæðastan hátt. Þá benda niðurstöður einnig til að myndast hafi eins konar handrit hegðunar út frá ríkjandi viðhorfum innan samfélagsmiðla, eða það sem helst er líkað við. Einnig benda niðurstöður til þess að fólk upplifi samskipti innan samfélagsmiðla ,,raunveruleg” og að einhverju leiti sambærileg samskiptum augliti til auglitis.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Björk Hilmarsdóttir (2) copy.pdf741 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna