EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2113

Title
is

Evrópuvæðing umhverfisins. Umhverfisstefna Evrópusambandsins og tengsl hennar við Ísland í gegnum EES-samninginn

Abstract
is

Þessi ritgerð fjallar um umhverfisstefnu Evrópusambandsins og hvernig hún tengist Íslandi í gegnum EES-samninginn. Farið er yfir sögu og þróun umhverfisstefnunnar, allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið á áttunda áratug síðustu aldar og fram til dagsins í dag. Staða stefnunnar í dag er skoðuð, með hliðsjón af skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sjöttu aðgerðaáætlunina og mótsvari frá Evrópsku umhverfisskrifstofunni. Einnig er farið í stöðu umhverfismála innan EES-samningsins og þeir þættir umhverfisstefnu Evrópusambandsins sem að tilheyra EES-samningnum eru skoðaðir sérstaklega. Ljósi er varpað á stöðu Íslands innan umhverfisstefnunnar í ljósi hagsmuna landsins og áhrifa til ákvörðunartöku innan Evrópusambandsins og EES-samningsins. Að lokum er rætt um hvað myndi breytast innan umhverfisstefnu Íslands ef að til inngöngu í Evrópusambandið kæmi. Stuðst er við margvíslegar tegundir heimilda, helst ber að nefna fræðirit og greinar, tilvísanir og reglugerðir sem að tengjast umhverfismálum og munnlegar heimildir frá sérfræðingum á sviði evrópskra umhverfismála. Helstu niðurstöður eru þær að Ísland hefur nú þegar tekið upp stærstan hluta umhverfisstefnu Evrópusambandsins að undanskilinni náttúruvernd og dýravernd. Aftur á móti eru blikur á lofti um að áhrifum Íslands og EFTA-ríkjanna til ákvörðunartöku innan sambandsins fari minnkandi, og þar af leiðandi er mikilvægt að vera vel vakandi og tryggja stöðuga hagsmunagæslu ríkisins innan veggja EES-samningsins.

Accepted
01/04/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Margret_Helga_Gudm... .pdf254KBOpen Evrópuvæðing umhverfisins - heild PDF View/Open