is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21131

Titill: 
  • Brottfallsnemar á námsstyrk
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að öðlast betri innsýn í reynslu ungs fólks á aldrinum 18-24 ára, sem horfið hefur frá námi á framhaldsskólastigi en hefur hafið nám að nýju og þiggur námsstyrk frá sveitarfélögum. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við átta einstaklinga sem þegið höfðu námsstyrk í sex mánuði eða lengur. Niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendurnir töldu sig hafa orðið utanveltu í samfélaginu og þeir upplifðu menntun/skólagöngu sem mikilvægan lið í að öðlast á ný viðurkenningu sem þátttakendur í samfélaginu. Sammerkt viðmælendum var miður góð reynsla í grunnskóla vegna félagslegs og/eða heilsufarslegs vanda og ófullnægjandi stuðnings af hálfu skólans, sem varð til þess að þeir urðu afhuga námi og skóla á unglingsaldri, en þetta átti drjúgan þátt í skipsbroti þeirra í framhaldsskóla. Fjárhagsstyrkur er undirstaða þess að nemendur geti sótt skóla þar sem þeir hafa ekki möguleika að sjá sér farborða og jafnframt því að stundað nám. Samband ráðgjafa þjónustumiðstöðvar við skjólstæðinga skiptir sköpum fyrir viðmælendur. Þeir telja áhrifaríkan stuðning og úrræði frá þjónustumiðstöð fyrst og fremst byggjast á persónulegri og einstaklingsmiðaðri aðstoð af hálfu ráðgjafa. Það sé líklegast til að skila árangri og þar með draga úr brottfalli í framhaldsskóla.

Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jónas-sniðmát rétt-GK.pdf894.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna