is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21141

Titill: 
  • Samfélagsgreinaspilið : námsspil í samfélagsgreinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsgreinaspilið er námsspil þar sem sameinuð eru þrjú stærstu fögin innan samfélagsgreinanna. Þá verður einnig komið inn á listgreinahluta aðalnámskrár. Byggt er á hæfniviðmiðum þessara faga í nýútgefinni aðalnámskrá sem einmitt leggur áherslu á samþættingu námsgreina almennt svo og sérstaka samþættingu námsgreina samfélagsgreina. Hugmyndin að spilinu kom upp í Bachelor-námi höfundar þar sem ný aðalnámskrá var í vinnslu með þessum áherslum og hvernig saga, trúarbrögð og landslag í heiminum tengjast menningu og hefðum á hverjum stað. Þá er hugmyndin að námsspilinu að nemendur geti haft gaman af því að læra, skemmt sér með öðrum samnemendum sínum og jafnvel miðlað upplýsingum til yngri nemenda, þar sem spilið er hugsað fyrir alla aldurshópa á unglingastigi grunnskólanna. Í upphaf var lagt af stað með að söguhluti spilsins væri eingöngu byggður upp á spurningum og landafræðihluti spilsins væri í grunninn myndlist í formi teikniþrauta og loks væri trúarbragðafræðihlutinn blandaður spurningum, leiklist og myndlist. En við framkvæmd spilsins var ákveðið að taka leikhlutann út úr spilinu og láta allar greinarnar þrjár skiptast í spurningahluta annars vegar og teiknihluta hins vegar. Höfundur vonar að spilið nýtist vel í kennslu og komi til með að vekja áhuga allra þeirra sem kunna að taka þátt í að spila það.

Athugasemdir: 
  • Með spilinu fylgir hvítur spilakassi smíðaður úr krossvið, ásamt öllum þeim fylgihlutum sem fylgja spilinu (spurningar, spilakallar o.sv.frv.)
Samþykkt: 
  • 6.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar Þór B.Ed. - Samfélagsgreinaspilið.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna