is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21146

Titill: 
  • Börn í stjúpfjölskyldum: Samskipti og tengsl stjúpsystkina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar eru stjúpfjölskyldur og stjúpsystkinatengsl. Leitast er við að svara því hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á aðlögun barna í stjúpfjölskyldum og samskipti og tengsl milli stjúpsystkina. Í dag er talið að um að þriðja hvert hjónaband endi með skilnaði. Það er þó ekki eingöngu eftir skilnað sem stjúptengsl myndast heldur á það líka við þegar börn hafa misst foreldra sína. Ef báðir eða annað foreldrið fer aftur í sambúð eða giftir sig er talað um að það myndist stjúptengsl. Margt kann að breytast hjá börnum við tilkomu stjúpfjölskyldu. Mörg börn upplifa missi sem oft er ekki komið auga á og einnig getur hlutverkaskipan breyst og valdið kvíða og óvissu um þeirra hlutverk. Niðurstöður benda til þess að stjúpfjölskyldur og stjúpsystkinatengsl taka sinn tíma að þróast. Það hefur áhrif á aðlögun barna í stjúpfjölskyldum hvort börn séu búin að jafna sig eftir skilnað foreldra og hvernig sambandinu við þá er háttað. Margir þættir hafa áhrif á samskipti og tengsl stjúpsystkina en helstu áhrifaþættirnir eru aldur þeirra við myndun stjúpfjölskyldu, kyn og búseta.
    Lítið er til af íslenskum rannsóknum um stjúpfjölskyldutengsl og skortur er á lögum um réttindi og skyldur fjölskyldna sem búa við slíkt fjölskyldumynstur. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á stjúpfjölskyldutengslum á vesturlöndum benda allar á að vöntun sé á fleiri rannsóknum, meðal annars um þá þætti sem geta eflt og styrkt stjúpsystkinatengsl. Því er ljóst að mörg sóknarfæri eru í rannsóknum á stjúpfjölskyldutengslum í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð - Katrín Reimarsdóttir.pdf459.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna