is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21167

Titill: 
  • „Ég bara kýldi á þetta.“ Upplifun stjórnenda á innleiðingarferli sérleyfisverslana til Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stefnumótun er öflugt verkfæri sem hjálpar skipulagsheildum að búa sig undir framtíðina og þá óvissu sem henni fylgir. Stefnumótunarvinna innan skipulagsheilda er því mjög mikilvæg og oft lykillinn að varanlegri velgengni þeirra. Verkfæri stefnumótunar nýtast þar af leiðandi vel þegar sérleyfisverslanir eru settar á stofn og geta tryggt þeim meiri velgengni.
    Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að fá innsýn inn í upplifun stjórnenda af stefnumótun við öflun sérleyfa, áhrif menningarmunar og hindrunum í innleiðingarferlinu. Einnig var skoðað hvort og hvernig forsvarsmenn sérleyfisverslana nýttu sér fræði stefnumótunar við innleiðingarferlið sem og hvernig menntun og reynsla nýttist þeim við að fá sérleyfið. Stuðst var við eigindlega fyrirbærafræði sem byggist á hálf-opnum djúpviðtölum og tekin voru viðtöl við athafnafólk sem hefur opnað verslanir með erlendu sérleyfi á Íslandi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að sérleyfisgjafar gerðu almennt þá kröfu að umsækjendur um slík leyfi hefðu viðskiptafræðitengda menntun og reynslu af verslunarrekstri. Viðmælendur fóru almennt ekki í markvissa stefnumótunarvinnu og gerðu ekki markaðsrannsókn, heldur létu þeir val sitt á sérleyfi fyrst og fremst ráðast af tilfinningu fyrir markaðinum. Hár virðisaukaskattur og tollar á Íslandi ásamt því hversu erfitt er að fá góðan stað í verslunarmiðstöðvum eru helstu hindranir á vegi þeirra sem hyggja á opnun sérleyfisverslana að mati viðmælenda. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að menningarmunur getur verið takmarkandi þáttur í innleiðingu verklagsreglna, þ.e. almennt reyndist erfitt að fá íslenskt starfsfólk til að fylgja settum reglum og verkferlum frá sérleyfisgjöfum.
    Reynsla viðmælenda af stofnun sérleyfisrekstrar var almennt já¬kvæð og töldu þeir slíkan rekstur fýsilegan kost. Þó mátti greina að talsvert vantaði upp á að þeir nýttu sér kosti stefnumótunar og markaðsrannsókna til fulls í innleiðingarferlinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Strategic management is a powerful tool that helps organizations to prepare themselves for the future and the uncertainty inherent in it. That is why strategic management is often the key to their success. The tools of strategic management can be used when implementing a franchise and may be the key to success of franchise companies.
    The main goal of the research expounded here in was to gain insight into the experi-ence of those who have opened stores with a foreign franchise in Iceland, and to under-stand what role they consider strategic planning to serve in implementing the proce-dures of the franchise and what impact they consider cultural differences and barriers to have in that regard. The second goal was to examine how those people used strategic planning in the implementation process and how their education and experience was useful to them to get the franchise agreement. The research was based on qualitative phenomenology that uses semi-open interviews. The
    interviewees were people who have opened stores with foreign franchises in Iceland.
    The main results of the study showed that franchisors normally required franchise candidates to have business related education and experience of managing retail stores. Very few of the interviewees created strategic plans or did market research before they chose what franchise to pursue; instead they mainly relied on their sense for the mar-ket. High taxes and customs duties in Iceland and the difficulty to get a good spot in the shopping malls where the main barriers to opening franchise stores in Iceland. The results also showed that cultural differences can be a limiting factor in implementing procedures. It often proved difficult to get Icelandic staff to follow established rules and processes from franchisors.
    The experience of the interviewees was overall positive, and they consider franchis-ing to be a good option. However they could be seen to make an unnecessarily little use of strategic planning and market research in the implementation process.

Samþykkt: 
  • 7.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Birna Harðardóttir.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna