is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21177

Titill: 
  • Lífsstílshótel með áherslu á kostnaðarlágmörkun. Möguleikar hugmyndafræði CitizenM á íslenskum gistimarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhugavert er að skoða tækifæri fyrir ný fyrirtæki á ört vaxandi ferðaþjónustumarkaði. Vert væri jafnframt að athuga hvort svokölluð boutique eða lífsstílshótel hugnist ferðamönnum er sækja Ísland heim en mikill vöxtur hefur orðið í þeim kima gistiþjónustunnar á síðustu árum. Hótelið CitizenM er lífsstílshótel en annað einkenni þess, sem liggur utan við skilgreiningu lífsstílshótels, er áhersla á kostnaðarlágmörkun.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að álykta um hvort pláss væri á gistimarkaði á höfuðborgarsvæðinu fyrir lífsstílshótel með áherslu á kostnaðarlágmörkun, það er hugmyndafræði CitizenM. Greiningar voru gerðar á ytra umhverfi gistimarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu, það er PESTEL greining á fjærumhverfi hans og samkeppnisaðila- og viðskiptavinagreining á nærumhverfi hans og verkefni þessu skipt upp í hluta eftir greiningum.
    Helstu niðurstöður eru að enginn ytri þáttur ógnar beinlínis innkomu hugmyndafræði á borð við CitizenM á markaðinn. Þrátt fyrir talsverða óvissu mætti áætla að fjærumhverfið byði upp á fleiri tækifæri en ógnanir og því væru möguleikar hugmyndafræðinnar talsverðir. Mikil umframeftirspurn eftir gistingu á höfuðborgarsvæðinu veldur því að nýting á gjörvöllum gistimarkaði höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei verið hærri og ekki er útlit fyrir að dragi úr nýtingu næstu árin. Samkeppni er því almennt af skornum skammti en ennfremur eru mjög fáir gististaðir á svæðinu sem bjóða svipað virðisloforð og hugmyndafræðin og enginn sem býður nákvæmlega það sama. Þetta styður við jákvæðar horfur lífsstílshótels með áherslu á kostnaðar lágmörkun til árangurs á markaðnum. Hæfur tiltækur markaður gistingar á höfuðborgarsvæðinu fer stækkandi og samsetning viðskiptavinanna er vel sniðin að þeim markhópi sem hugmyndafræði CitizenM skilgreinir sem sinn (miðlungstekjur, notar netið í upplýsingaleit, á aldrinum 25-45). Einnig fundust tveir aðrir markaðshlutar, hvataferða- og ráðstefnugestir og fólk sem bókar ferð til landsins með mjög stuttum fyrirvara, sem gætu hentað vel sem markhópar hugmyndafræðinnar.
    Niðurstaða verkefnisins er að pláss sé fyrir lífsstílshótel með áherslu á kostnaðarlágmörkun á gistimarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu eins og staðan er í dag en nauðsynlegt er að endurtaka greiningar unnar í þessu verkefni reglulega ef ætlunin er að fara með slíka hugmyndafræði á markað. Ennfremur þyrfti ítarlega útreikninga á arðsemi hugmyndafræðinnar og fylgjast vel með öllum breytingum meðan á slíkri greiningarvinnu stendur.
    Helstu takmarkanir felast meðal annars í takmörkuðum upplýsingum sem hægt var að vinna eftir við vinnslu viðskiptavinagreiningar og ekki nægjanlega afgerandi niðurstöðu PESTEL greiningar, en til þurfa að koma ýmsir útreikningar og aðrar greiningar eigi markmið um afgerandi niðurstöðu að nást.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífsstílshótel með áherslu á kostnaðarlágmörkun - Lokaútgáfa.pdf837.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna