is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21188

Titill: 
  • Fjölmenningarleg hæfni náms- og starfsráðgjafa. Færni til framtíðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig náms- og starfsráðgjafar meta eigin fjölmenningarlega hæfni og hversu mikinn áhuga þeir hafa á læra um aðra menningu og að að starfa með fólki af erlendum uppruna. Notuð voru tvö matstæki sem meta fjölmenningarlega hæfni annars vegar og áhuga á fjölmenningu og starfi með ráðþegum af erlendum uppruna hins vegar. Svör fengust frá 112 náms- og starfsráðgjöfum sem er 35,8% af þeim 312 sem eru í Félagi náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafar telja sig búa yfir ágætri hæfni á sviði fjölmenningarlegrar ráðgjafar og hafa áhuga á fjölmenningu og starfi með fólki af erlendum uppruna. Flestir þátttakenda töldu sig þó ekki hafa fengið nægilega þjálfun á sviði fjölmenningarlegrar ráðgjafar en hafa mikinn áhuga á að afla sér frekari þekkingar á því sviði. Niðurstöður margbreytudreifigreiningar sýndu að ekki var marktækur munur á fjölmenningarlegri hæfni annars vegar þeirra náms- og starfsráðgjafa sem sótt höfðu valnámskeið um fjölmenningu eða stundað nám eftir að áhersla á fjölmenningu var aukin í námi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og hins vegar þeirra náms- og starfsráðgjafa sem ekki sóttu valnámskeið um fjölmenningu og stunduðu nám í náms- og starfsráðgjöf áður en aukin áhersla var lögð á fjölmenningu. Fjölmenningarleg hæfni meðal náms- og starfsráðgjafa hér á landi hefur ekki verið skoðuð áður. Niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi fjölmenningarlegrar hæfni meðal náms- og starfsráðgjafa sem og mikilvægi þess að þjálfa nema í náms- og starfsráðgjöf á því sviði. Auk þess nýtast niðurstöður til að bæta enn frekar nám í náms- og starfsráðgjöf og bregðast við þeim mikla áhuga meðal náms- og starfsráðgjafa á fjölmenningarlegri ráðgjöf með því að bjóða upp á endurmenntun á því sviði.

  • The aim of this study is to explore the multicultural competence of career guidance counsellors and how much interest they have in learning about other cultures and to work with people of foreign origin. Two measures, (Multicultural Counseling Inventory (MCI) og Motivation, were used to evaluate multicultural competence and motivation to engage in multicultural learning and work. Responses were received from 112 career and guidance counsellors wich is 35,8% of those in the Career guidance and counselling association (Félag náms- og starfsráðgjafa). Main results suggest that career and guidance counsellors believe they possess satisfactory competence in multicultural counselling. They also showed interest in multiculturalism and in working with the people of foreign origin. Most participants felt that they had not received adequate training in the field of multicultural counselling but still have a keen interest in acquiring further knowledge in that field. Results from multivariate analysis of variance revealed that here was no difference in multicultural competence among counsellors who attended courses on multicultural counselling or attended study in counselling after increased emphasis on multiculturalism had taken place in the MA program in Carrer Guidance and Counselling. Compared to those counsellors who had not studied courses on multiculturalism and studied counselling before the emphasis on multiculturalism had taken place. Multicultural competence among counsellors in Iceland has not been studied before. The findings highlight the importance of multicultural competence among career guidance counsellors and of multicultural training among career guidance counsellors. In addition, the results of this study can be used to further improve education in career counselling and respond to the great interest that counsellors have in developing their multicultural competencies through continuing education.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð með forsíðu.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna