is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21195

Titill: 
  • Fjárhættuspil og vörumerkjastjórnun. Vegvísir að árangri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenski fjárhættuspilamarkaðurinn er agnarsmár á heimsvísu en samt sem áður áhugaverður. Mikil þróun hefur átt sér stað erlendis síðastliðinn áratug og hefur landfræðilegum hindrunum verið rutt úr vegi með greiðari aðgangi almennings að fjárhættuspilum á netinu. Samanborið við þróunina á Norðurlöndum er íslenski markaðurinn að dragast aftur úr og jafnvel að tapa mögulegum tekjum. Í þessari ritgerð er rannsakað hvort að slæm stjórnun vörumerkja hafi eitthvað með þetta að gera.
    Ritgerðin hefst á fræðilegum kafla um ýmis hugtök markaðsfræðinnar og vörumerkjastjórnunar, með þeim formerkjum að sú umfjöllun gagnist til frekari útskýringar á markaðsgreiningunni sem á eftir kemur. Hugtökin eru t.d. vörumerki, viðskiptavinamiðað vörumerkjavirði, vörumerkjaímynd, vörumerkjatryggð og samfélagsleg ábyrgð. Eftir fræðilega kaflann er gerð markaðsgreining á markaði fjárhættuspila á Íslandi sem unnin er út frá heimildum af heimasíðum sem og viðtölum við aðila markaðarins. Áherslan í markaðsgreiningunni er á vörumerkjastjórnun helstu félaganna á markaði fjárhættuspila og hvernig henni sé háttað. Félögin Happdrætti Háskóla Íslands, Íslenskar getraunir, Íslensk getspá og Íslandsspil eru greind ítarlega, enda er hér um að ræða langstærstu aðila markaðarins. Önnur félög, á borð við Happdrætti DAS og Happdrætti SÍBS, fá minni umfjöllum, sem og spilaformin bingó og póker. Eftir greiningu á innanlandsmarkaði er þróuninni á Norðurlöndum gerð viðeigandi skil til samanburðar og rýnt verður í framtíðarhorfur markaðarins. Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að rekstrarumhverfi fjárhættuspila hérlendis er mjög þungt og vörumerkjastjórnun er því misjafnlega vel sinnt. Getspá-Getraunir og flokkahappdrætti HHÍ eru til fyrirmyndar. Þar á mikið markaðsstarf sér stað, ímynd vörumerkja þeirra er jákvæð og þau hafa sterk einkenni. Aftur á móti er vörumerkjastjórnun Gullnámunnar, Íslandsspila og Happaþrennunnar ábótavant, lítið sem ekkert markaðsstarf á sér stað og virðist sem félögin geri sér ekki grein fyrir mögulegum ábata góðrar vörumerkjastjórnunar á ímynd sína.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar_Vilhjalmsson_BS_Fjarhaettuspil.pdf1.05 MBLokaður til...20.06.2025HeildartextiPDF