is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21206

Titill: 
  • Það er kominn tími á vitundarvakningu: Unglingar á samskiptamiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er vekja athygli á hegðun unglinga á Internetinu ásamt því að varpa ljósi á hvað þeir gera þar. Unglingar eru sá aldurshópur sem notar Internetið hvað mest og eru þeir virkir þátttakendur í netsamfélaginu en segja má að það sé orðið órjúfanlegur hluti af þeirra daglega lífi. Þekking þeirra á Internetinu og samskiptamiðlum er gríðarlega mikil og fer jafnvel fram úr þekkingu fullorðna fólksins. Unglingar nýta sér Internetið meðal annars til að takast á við þau verkefni sem unglingsárin fela í sér. Þau verkefni eru að átta sig á eigin hlutverki ásamt því að þróa með sér sjálfsmynd sem þau eru ánægð með. Internetið er vettvangur mikilla samskipta og skoðanaskipta og líta margir á það sem vettvang til að skapa ímynd út á við og komast að skoðunum annarra á sér. Samskipti á Internetinu virðast þó ekki lúta sömu reglum og gildum og í raunheiminum þar sem samskiptin eru yfirleitt frjálslegri í gegnum netið. Einnig verður fjallað um stafræna borgaravitund og um mikilvægi hennar fyrir foreldra og þá sem vinna með unglingum en með stafrænni borgaravitund geta þeir skipulega leiðbeint unglingum um ábyrga nethegðun og hvernig hægt er að nýta Internetið á uppbyggilegan hátt. Auk þess verður leitast við að svara spurningunni um hvert hlutverk foreldra, skóla og annarra aðila sem vinna með unglingum sé þegar kemur að netnotkun þeirra. Mikilvægt er að þeir séu vel upplýstir til að geta leiðbeint unglingum hvernig hægt er að nýta Internetið á uppbyggilegan hátt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að bæði foreldrar og fagaðilar sem koma að velferð unglinga eru ekki nógu meðvitaðir um netnotkun þeirra og því ekki í stakk búnir til að takast á við þann vanda sem netnotkun getur haft í för með sér.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_MarthaMariaEinarsd.pdf694.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna