is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21209

Titill: 
  • „Það er ástæða fyrir endurkomum, engin vinna eða tækifæri og enginn geðlæknir.“ Félagslegur bakgrunnur fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um félagslegan bakgrunn fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að afplánun lokinni. Markmið rannsóknar var að kanna félagslegan bakgrunn íslenskra fanga og viðhorf þeirra gagnvart aðlögun að samfélaginu við lok afplánunar. Við framkvæmd rannsóknar var beitt megindlegri aðferð og spurningarlistar lagðir fyrir í öllum fangelsum landsins. Heildarþátttaka endaði í 75,3%.
    Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að tveir af hverjum þremur föngum brjóta aftur af sér innan þriggja ára eftir að í samfélagið er komið, vegna margvíslegra félags- og heilsufarslegra vandamála. Á það sér stað á fyrstu dögum, vikum og mánuðum eftir að afplánun lýkur.
    Helstu niðurstöður benda til þess að félagsleg staða fanga sé almennt slæm og meirihlu ti fanga hefur áður se tið inni. Innan fangelsanna virðist geðheilbrigðisþjónusta ekki vera fullnægjandi en fleiri fangar nýta sér námsúrræði en áður.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að meiri þörf er á frekari úrræðum, bæði heilbrigðis- og félagslegum, fyrir fanga að á afplánun stendur sem og við lok hennar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðlokaútgáfa.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna