is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21211

Titill: 
  • Tvítyngi innan íslensku. Athugun á máli verulega heyrnarskertrar móður og heyrandi barns hennar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands
    Í henni er fjallað um hvort hægt sé að vera tvítyngdur innan íslenskunnar með því að athuga samskipti á milli verulega heyrnarskertrar móður og barns hennar. Markmið ritgerðarinnar er að auka þekkingu á máltöku heyrandi barna sem alast upp hjá heyrnarlausu eða heyrnarskertu foreldri og vekja athygli á mikilvægi málörvunar á máltökuskeiði. Fjallað er um sögu kennslu fyrir heyrnarlausa á Íslandi og máltöku verulega heyrnarskertrar konu sem gekk í Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík. Hún var neydd til að læra og nota íslenskt raddmál en lærði táknmál utan kennslustunda. Þessi kona myndaði einhvers konar blöndu af táknmáli og raddmáli þar sem hún virðist þýða táknmálið yfir á raddmál. Á þessu blendingsmáli fór máltaka barna hennar fram. Blendingsmál (e. pidgin) eru ekki talin sem fullgild tungumál vegna skorts á kerfisbundinni málfræði. Ef máltaka barna fer fram á blendingsmáli fara þau að fylla út í þær málfræðilegu eyður sem eru til staðar í blendingsmálinu, þ.e. þau fara að mynda kerfisbundna málfræði og þá kallast málið kreóla-mál (e. creole). Slík mál eru talin sem fullgild mál vegna málfræðinnar sem börn skapa ómeðvitað á máltökuskeiði. Gerð er grein fyrir uppbyggingu táknmála og hvað felst í tvítyngi, bæði út frá táknmáli og máltöku. Að lokum er samtal á milli móðurinnar og barns hennar greint með hliðsjón af uppbyggingu og málfræðieinkennum táknmáls. Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að setningagerð og orðanotkun barnsins er sambærileg raddmáli móðurinnar en málfræði barnsins er kerfisbundnari. Með öflugu virku málumhverfi á máltökuskeiði öðlast börn færni í móðurmáli sínu og slíkt kemur í veg fyrir neikvæð áhrif á þróun málþroska tvítyngis. Öflug málörvun er sérstaklega mikilvæg fyrir börn sem eru tvítyngd á táknmáli og raddmáli þar sem þessi tungumál eru gjörólík að uppbyggingu og hafa sinn miðlunarháttinn hvor.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð BHK.pdf278.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna