is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21213

Titill: 
  • Titill er á frönsku Un combat sans victoire: Une lecture d'Yvain ou le chevalier au lion
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óvinurinn í miðaldabókmenntum er ekki einhlítur frekar en sá í samtímanum. Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningum um óvininn en þær vakna við lestur riddarasögunnar frá 12. öld, Ívan eða ljónsriddarinn (Yvain ou le chevalier au lion) eftir franska rithöfundinn Chrétien de Troyes. Í kappakvæðum, ekki síst Rólandskvæði (La chanson de Roland), berjast fjölmenn lið hvort gegn öðru og þar er gjarnan alhæft um óvinaþjóðina, Serkina. Í riddarasögunum eftir Chrétien de Troyes berst riddarinn hins vegar einn og við fáum að skyggnast inn í sál hans og fylgjast með þegar hann leggur af stað í leit ævintýra og til að verja heiður sinn og ættarinnar. Hann finnur ástina en glatar henni vegna gáleysis síns og bardagagleði, missir vitið af sorg og þarf síðan að finna jafnvægið í lífinu. Lokabardagann í sögunni háir Ívan við besta vin sinn en vegna grímunnar sem þeir bera, veit hvorugur þeirra gegn hverjum hann berst. Við lestur rómönsunnar var spurningin um hin eilífa óvin höfð í huga og reynt að finna svör í miðaldasögunni sem eiga erindi við okkar tíma. Til þess að finna snertiflöt við samtímann voru þrjú nýleg verk skoðuð samhliða Ívan sem fjalla einnig um andstæðing eða óvin – „hinn“ – og þannig má varpa enn betur ljósi á ákveðna kafla í þessari riddarasögu. Boðskapur verks Juliu Kristevu, Ókunnug okkur sjálfum (Étrangers à nous-mêmes) er hér borinn saman við boðskap Chrétiens sem finna má í sögunni ef hún er lesin með þessi atriði í huga, þ.e. hvernig skal bera kennsl á og höndla óvininn. Tvö verk til viðbótar eru ennfremur stuttlega rædd til þess að tengja boðskapinn við raunverulega atburði samtímans, Tilræðið (L’attentat) eftir Yasmina Khadra og Sannfæring mín (Mon intime conviction) eftir Tariq Ramadan.

  • Útdráttur er á frönsku

    L’ennemi dans la littérature du Moyen Âge n’est pas plus simple que celui des temps modernes. Dans ce mémoire nous nous penchons sur des questions portant sur l’ennemi qui ont été suscitées par la lecture du roman chevaleresque de 12ème siècle, Yvain ou le chevalier au lion. Dans les chansons de geste, notamment La chanson de Roland, nous constatons une tendance à généraliser sur le peuple ennemi de l’époque, les Sarrasins. Dans les romans chevaleresques de Chrétien de Troyes le chevalier, lui, lutte seul contres ses ennemis et nous apprenons à connaître non seulement son aventure entreprise pour défendre l’honneur de sa lignée mais aussi son moi intérieur. Il trouve l’amour mais il le perd aussitôt à cause de sa négligence et son enthousiasme au combat, mais à cause de cette perte il sombre dans la folie. Après il doit trouver un équilibre dans sa vie. Le dernier combat d’Yvain est contre son meilleur ami et à cause du masque qu’il porte, il ignore l’identité de son adversaire. Nous avons lu le roman avec la question de l’ennemi éternel à l’esprit et nous avons essayé de trouver des réponses dans cette œuvre médiévale qui sont d’actualité. Pour trouver la convergence avec notre époque, nous nous sommes penchée sur trois œuvres contemporaines parallèlement à Yvain qui traitent également d’un ennemi ou d’un adversaire – ou bien de l’ « autre » – dans l’espoir de mieux comprendre certains passages de ce roman chevaleresque. Le message de l’ouvrage de Julia Kristeva, Étrangers à nous-mêmes, est comparé avec celui que nous entrevoyons chez Chrétien en gardant à l’esprit la question de savoir comment identifier l’ennemi et comment le traiter. De surcroît nous parcourons deux œuvres récentes pour situer le message dans le contexte de l’actualité : L’attentat de Yasmina Khadra et Mon intime conviction de Tariq Ramadan.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman.pdf233.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna