is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21221

Titill: 
  • Fleiri tjáskiptaleiðir en tal : viðhorf starfsfólks Múlaborgar til tjáskiptaaðferðarinnar Tákn með tali
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tákn með tali tjáskiptaferðin hefur átt töluverðu fylgi að fagna í leikskólum á Íslandi. Markmið rannsóknar þessarar ritgerðar er að skoða notkun Tákn með tali á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík og leitast verður við að svara spurningunni: „Hvert er viðhorf starfsmanna Múlaborgar til notkunar á Tákn með tali í leikskólastarfi?“
    Tákn með tali (TMT) er óhefðbundin tjáskiptaleið sem mikið er notuð með ungum börnum. Í upphafi þessarar ritgerðar er fjallað almennt um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, TMT og uppruna þess. Gerð ergrein fyrir viðtali sem tekið var við Sigrúnu Grendal, einn af frumkvöðlum TMT á Íslandi og að því loknu er farið yfir stefnu leikskólans Múlaborgar og lög sem tengjast honum.
    Að inngangi og sögulegu yfirliti loknu verður gert grein fyrir rannsókn sem gerð var á leikskólanum Múlaborg. Rannsóknin var gerð í tveimur hlutum, í upphafi var spurningakönnun lögð fyrir alla starfsmenn sem vinna með börnunum og henni fylgt eftir með rýnihópaviðtali við nokkra starfsmenn. Höfundar nýttu með því samspil megindlegra og eigindlegra aðferða til þess að fá sem skýrast svar við rannsóknarspurningunni. Í lokin verður fjallað um þá niðurstöðu sem rannsóknin leiddi í ljós að en starfsfólk Múlaborgar var mjög jákvætt fyrir notkun TMT og telja það hjálpa mikið í starfi leikskólans, sérstaklega með þeim sem ekki hafa náð góðu valdi á íslensku af einhverjum orsökum hvort sem það er vegna þroskaröskunar af einhverju tagi eða vegna þess að barnið er með annað móðurmál en íslensku.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf546.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna