is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21224

Titill: 
  • Viðhorf feðra til þátttöku þeirra í vinnslu barnaverndarmála
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hafa orðið viðhorfsbreytingar gagnvart þátttöku feðra við uppeldi barna sinna, áhugi á föðurhlutverkinu hefur aukist mikið og rannsóknir sýna að feður eru almennt farnir að taka meiri þátt í umönnun barna sinna frá því sem var. Rannsóknir benda einnig á mikilvægi feðra í lífi barna sinna og mikilvægi þess að þeir séu teknir með við vinnslu barnaverndarmála barna sinna. Saga barnaverndar sýnir að mest áhersla hefur verið lögð á að veita mæðrum aðstoð við úrlausn mála þar sem viðhorfið hefur verið það að það sé móðirin sem er aðalumönnunaraðili barnsins.
    Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem markmiðið var í fyrsta lagi að skoða viðhorf feðra, sem ásamt mæðrum fara sameiginlega með forsjá barna sinna en búa ekki hjá þeim, til þátttöku sinnar í vinnslu barnaverndarmála barna sinna. Í öðru lagi að skoða hver reynsla feðra er af þátttöku.
    Markmiðið með rannsókninni er að auka umræðu um aðkomu feðra að barnaverndarmálum og skoða hvort þörf sé á frekari rannsóknum á sviðinu til þess að bæta málsmeðferð hjá barnaverndarnefndum og vinna enn betur að velferð þeirra barna sem barnaverndarnefndir fjalla um. Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast betri þekkingu á því hvort barnaverndarstarfsmenn leiti eftir þátttöku feðra þegar fjallað er um mála barna þeirra og hvers eðlis sú þátttaka er. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð og tóku þrjár barnaverndarnefndir þátt í rannsókninni. Tekin voru eigindleg viðtöl við níu feður. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að feðurnir taki föðurhlutverkið alvarlega og vilji taka þátt í barnaverndarmáli barna sinna. Þeir voru óöruggir með réttarstöðu sína og flestum fannst að upplýsa mætti feður betur um vinnslu mála barna þeirra hjá barnavernd. Einnig benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að samræma þarf betur vinnubrögð barnaverndarnefnda þegar verið er að vinna mál barna þar sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá en búa ekki saman.

  • Útdráttur er á ensku

    Over the past few decades the attitude towards involvement of fathers in their children´s upbringing has changed, interest in the fatherhood has increased and studies show that fathers are generally beginning to be more involved in the care of their children from what was. Studies also indicate the importance of fathers in children´s lives and the importance that they are involved in the process of child protection cases. The history of child protection shows that the focus has been on providing mothers support in the resolution af cases, where the attitude has been that it is the mother who is the primary caregiver of the child.
    This study is the first of its kind in Iceland, where the purpose was firstly to explore the attitude of fathers, that share custody of their children with their mothers, but who don´t live with their children to their participation in the process of ch ild protection.
    The purpose was also, to increase the debate about the involvement of fathers in child protection cases and examine the need for further research in order to improve the procedure in child protection work.The purpose of the study was to gain a better knowledge of whether child protection workers seek the involvement of fathers in the discussion of matters of their children and the nature of that participation. The applied research method was qualitative and three child protection committees were involved in the study. Interviews were qualitative interviews with nine fathers. Results of the study suggest that fathers take fatherhood seriously and want to participate in a child protection case that involve their children. They spoke, however, of being insecure with their status and most felt that information could be better for fathers of how the processing about their cases were in child protection. The results of the study also point out the need to coordinate better child protection services when working with the issues of children whose parents have joint custody but do not live together.

Samþykkt: 
  • 8.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð sniðmát Loka.pdf972.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna