is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21258

Titill: 
  • Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úrræði og löggjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er BA-ritgerð í félagsráðgjafardeild við Háskóla Íslands. Er hér fjallað um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Farið er yfir skilgreiningar, tíðni, hverjir verða fyrir kynferðisofbeldi og afleiðingar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Skoðuð eru réttindi ungra þolenda á Íslandi og lagaumhverfið hér á landi í þessum málaflokki. Þetta er borið saman við réttindi þolenda á Norðurlöndum, Danmörku, Noregi og Svíðþjóð. Í lokin er fjallað um úrræði hér á landi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Litið er á Barnahús, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir. Kynferðislegt ofbeldi er um allan heim orðið ríkjandi vandamál. Og hefur kynferðislegt ofbeldi fengið aukna athygli hjá ýmsum sviðum, eins og læknum og fræðimönnum á síðustu áratugum. Eru birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis margar svo sem kynferðislegt áreiti, nauðgun, sifjaspell, barnaklám, og vændi og falla allar undir þann flokk. Telur gerandinn sínar þarfir vera mikilvægari en þarfir þolandans. Þolandinn getur fundið fyrir skömm, einmanaleika og varnarleysi, en á meðan finnur gerandinn fyrir yfirráðum. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi geta oft sýnt að hluta til svipuð eða sömu einkenni og barn sem hefur verið beitt annars konar ofbeldi. Getur því verið erfitt að greina hvort barn hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða ekki. Allir einstaklingar sem eru yngri en 18 ára eru börn samkvæmt barnaverndalögum. Í almennu hegningarlögunum er það refsivert að hafa kynferðismök við barn eða áreita barn kynferðislega sem er yngra en 15 ára.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-ritgerð-MHA1 .pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna