is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21264

Titill: 
  • Viltu vita hvað ég vil? Þátttaka fatlaðs fólks í ákvarðanatöku um þjónustu á eigin heimili
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þátttöku fatlaðs fólks í ákvarðanatöku um þjónustu á eigin heimili. Skoðað er hvernig þátttaka fatlaðs fólks kemur fram í ákvarðanatöku á eigin þjónustu út frá hugmyndafræði, lagalegri þróun og í framkvæmd.
    Mismunandi skilningur á fötlun kom fram á 20. öldinni sem endurspeglaðist í viðhorfum og þjónustu fatlaðs fólks. Hugmyndafræði á borð við eðlilegt líf og sjálfstætt líf áttu sinn þátt í breyttum viðhorfum til fatlaðs fólks ásamt baráttu- og hagsmunahópum fatlaðs fólks sem barðist fyrir auknum réttindum.
    Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) fellur undir notendastýrða þjónustu og er það þjónustuform orðið vinsælt í þjónustu við fatlað fólk víða um heim. Sú þjónusta byggir á því að fatlað fólk taki ákvarðanir um eigin þjónustu, hvernig hún er, í hve miklu magni og hver það er sem aðstoðar. Þjónustan er sniðin að þörfum fatlaðs fólks og hafa rannsóknir sýnt að hún ýti undir sjálfstæði og sé valdeflandi. Reynsla NPA á Íslandi er stutt en unnið er að því að lögfesta þjónustuna inn í íslenskt lagaumhverfi.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð ArnarMárBjarnason.pdf483.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna